Blik - 01.06.1969, Page 341
hafi bjargast. Allt er þetta hulið
mistri sögunnar.
Arið 1704. Þetta ár getur um skip-
tapa í Vestmannaeyjum. Fjórir menn
drukknuðu.
Árið 1722. Á miðri vertíS þenn-
an vetur eða nánar greint 19. marz
fórst einn af teinæringum konungs-
verzlunarinnar í Vestmannaeyjum.
Þar má gera ráS fyrir, aS 18 menn
hafi farizt, þó aS þess sé ekki getiS
í annálnum.
Arið 1729. Þetta vor varS slys viS
Landeyjasand. Sexæring barst á í
lendingu viS Sandinn meS þeim af-
leiðingum, að 10 menn drukknuðu
en 4 mönnum varð bjargað.
Árið 1734. HaustiS 1733 höfðu
nokkrir Fljótshlíðingar afráðið að
róa saman á næstu vertíð úti í Vest-
mannaeyjum á báti Brynjólfs bónda
ÞórSarsonar á Hlíðarenda.
Bátur þessi var sexæringur.
Þeir óskuðu að geta hafið róðra
strax eftir áramótin. Þess vegna ark-
aði skipshöfnin frá heimilum sínum
niður í Landeyjar á jólaföstu til þess
að vera viðbúnir að taka fyrsta leiði
út í Eyjar, þegar það gæfist.
Vikur liðu og aldrei gaf til Eyja
frá Landeyjasandi.
Loks eftir áramótin eða nánar
greint 10. janúar, sem var fyrsti
sunnudagur eftir þrettánda (1734)
fannst FljótshlíSingunum tiltækilegt
að ýta úr vör og skunda til Eyja.
Sjór var hægur og veður kyrrt, enda
þótt veðurútlitið væri ekki einsýnt.
Leiðin var heldur ekki löng yfir „ál-
inn“, yfir sundið milli lands og
Eyja! -— Ekki færri en 16 menn
stigu upp í sexæringinn hans Brynj-
ólfs bónda þennan morgun til þess
að fljóta með í verið eða nokkrir um-
fram skipshöfnina.
Á miðri leið yfir sundið eða svo
hvessti svo snögglega, að ekki varð
við neitt ráðið. Bátinn hrakti undan
veðrinu vestur með landinu, því að
veðurofsinn var af austri eða suð-
austri. Tveir dagar liðu. Þá rak bát-
inn á fjörur Þorlákshafnar.
Arið 1739. Fimm árum síðar eða
1739 vitum við með vissu, að skip-
tapi átti sér stað undir Eyjafjöllum,
að líkindum í lendingu. Ekki er vit-
að, hve margir misstu þar lífið ,en
gera má ráð fyrir, að öll skipshöfnin
hafi farizt, 12—15 menn.
Arið 1749. Enn líða 10 ár. Þá
verða tvö slys við ströndina. Annar
skiptapinn varð undir Eyjafjöllum en
hinn við Landeyjasandinn.
LandeyjaskipiS var að koma úr
Vestmannaeyjum, annaðhvort úr
verzlunarferð eða að lokinni viðlegu
þar á vetrarvertíð. Um það þegja
annálarnir vendilega.
Árið 1751. Haustið 1751 var stór-
skipi ýtt úr vör einhvers staðar á
sandströndinni löngu á sunnan verðu
landinu. Sennilegast hefur það verið
undir Eyjafjöllum eða í Mýrdalnum.
Á skipinu voru 18 menn á leið í
verið, á leið til Vestmannaeyja, til
þess að róa þar á komandi vertíð.
Við ályktum eftir mannafjöldanum,
að þetta hafi verið teinæringur. Þetta
skip fórst á leiðinni til Eyja með öll-
um, sem á því voru.
BT.IK
339