Blik - 01.06.1969, Page 342
Árið 1752. Árið eftir, eða 1752,
greina annálar frá því, að það ár hafi
8 skiptapar átt sér stað „fyrir sunn-
an“, flest smáskip. „Eitt þessara skipa
var þó teinæringur, sem var að koma
úr Vestmannaeyjum. Á honum voru
18 menn. Ekki er þess getið, hvort
skip þetta var að fara „til landsins“
úr verzlunarferð eða frá viðlegu á
vertíð.
Árið 1757. Vetrarvertíðin 1757 var
ein allra mesta slysavertíð, sem menn
vita dæmi til í Vestmannaeyjum.
Þann vetur drukknuðu 40 menn við
Eyjar. Það svarar til þriggja skips-
hafna.
Um sumarið stunduðu Landeying-
ar sjóinn og öfluðu dável. Þá gerð-
ist það 21. júlí, að áttæringur úr
Landeyjum fórst með allri áhöfn, 14
mönnum. Slysinu olli snögg veðra-
brigði, sem hinum glöggsýnustu
„veðurvitringum“ í Landeyjum tókst
ekki að sjá fyrir. Eins og væng væri
veifað, skall á landsynningsveður
óskaplegt með brimróti. Það varð
skipshöfninni að grandi í brimlend-
ingunni við Landeyj asand.
IX. Hálsahöín í Suðursveit
og slysið mikla þar 1573
Þegar ég var drengur að alast upp
austur á fjörðum, heyrði ég fólk ætt-
að úr Austur-Skaftafellssýslu segja
frá því og fullyrða, að Norðlending-
ar hefðu einhverntíma á öldum ferð-
ast suður yfir Vatnajökul á vetrum
til sjóróðra suður í Suðursveit. Eg
gerði mér þá litla grein fyrir því,
hversu sérlegt fyrirbrigði þetta var
í atvinnusögu íslenzku þjóðarinnar.
Voru þetta ekki munnmæli sem enga
stoð áttu í veruleikanum?
Svo liðu árin. Á 3. áratug þessarar
aldar voru nokkrir íslenzkir annálar
prentaðir og gefnir út til fróðleiks al-
menningi í landinu. Þá las ég við ár-
talið 1573 í Fitjaannál þessa frá-
sögn: „Þá varð hið mikla manntjón
undir Hálsum í Hornafirði á góu-
þrælinn (þ. e. 9. marz). Þar drukkn-
uðu 53 menn. Þar voru eftir 15 ekkj-
ur og munaðarlausar“. —
Varð þetta mikla slys og manntjón
á útvegi Norðlendinga þarna í Aust-
ur-Skaftafellssýslu? Enginn gat frætt
mig um það.
Og ár og dagar liðu. Hugurinn
batzt öðru og annálarnir voru lagðir
á hilluna.
Árið 1957 kom út ein af bókum
Þórbergs Þórðarsonar. Hún heitir
Um lönd og lýði og fjallar um fólk í
Suðursveit og lendur þar. Svo sem
kunnugt er, þá er rithöfundurinn
Suðursveitungur og átthagarækinn í
bezta lagi.
í bók þessari getur höfundur um
útveg Norðlendinga í Suðursveit á
16. öldinni. Ég tek mér það bessa-
leyfi, að láta hann tala hér: „Austan
við Hestgerðiskambinn byrjaði aust-
asta sveitin í Suðursveit. Hún hét
Mörk ... Vestasti bærinn á Mörkinni
hét Hestgerði... Þar var orðið mjög
stutt út að Lóninu .. . Austan við
Hestgerði var Lónið aftur orðið af-
arbeitt og gaman að horfa út yfir
það og gizka á, hvað væri mikið af
340
BLIK