Blik - 01.06.1969, Qupperneq 344
Þegar haldiff var úr Hálsahöfn,
hefur veriff róið austur úr Gunnhild-
arvík, austur í ósmynniff, og þar
beygt til suðurs eða suðausturs út á
rúmsjó. Og þegar komið var að, hef-
ur verið róið inn í ósmynnið og þar
vikið til vesturs inn í víkina“. Og
höfundurinn heldur áfram að spyrja
og setja fram hugmyndir sínar um út-
róðrana í Hálsahöfn. Og svo segir
hann: „Sem sagt: Saga íslands er
týnd.“
Það eru sannarlega orð að sönnu,
að saga Islands sé týnd að mjög
miklu leyti allar götur miðaldanna og
fram á síðustu aldir. ASeins eitt dæm-
ið er saga Hálsahafnar og útvegsins
þar um langt skeið. Enginn veit hve
langt, ef til vill um aldaskeið. Allt er
það myrkri hulið. Og svo er um út-
vegssögu þjóðarinnar í heild frá upp-
hafi sjávarútvegstímabilsins í byrj-
un 15. aldar.
Svo heldur Þórbergur áfram:
„Norðan við Hálsakletta var allstór
grasatorfa. Hún var slegin langt fram
á 19. öld, og um 1880 fengust af
henni um 80 hestar. Síðan var hún
höfð til fjárbeitar.Á henni sást glöggt
móta fyrir ævagömlum garði, sem lá
frá suðaustri til norðausturs. Ég
skauzt til að stíga hann niður. Hann
var nálægt 70 faðma langur (140
metrar), það sem eftir sást af hon-
um. Torfan hefur eflaust verið miklu
stærri fyrr meir, en hefur blásið upp
smátt og smátt og nyrzti hluti garðs-
ins étizt upp með henni. Garðurinn
var kallaður Fiskigarður. Voru þeir
fleiri þarna áður? Hann hefur vafa-
laust verið hafður til fiskbreiðslu,
þegar útræði var í Hálsahöfn.
Svo sagði gömul saga í Suðursveit,
að í Hálsum hefði verið skáli í
fyrndinni, og gömlum sögnum skal
maffur aldrei ganga fram hjá að ó-
reyndu.“ ....... Það var fyrir löngu
týnt úr sögu landsins, hvenær róðr-
ar lögðust niður í Hálsahöfn. Enginn
vissi heldur, hvenær þeir hófust né
hvað víða þaðan var haldiff úti skip-
um. Sennilega hefur verið róið það-
an úr öllum byggðarlögum í Suffur-
sveit, austan Steinasands, og vel má
vera, að Sunnlendingar hafi sótt það-
an sjó, að minnsta kosti annað veif-
ið, þó að þangaff væri rúmur þriggja
tíma gangur frá Breiðabólstaðarbæj-
unum. Og vissa er fyrir því, að NorS-
lendingar höfðu þar útgerð, Þeir
höfðu verbúðir á fögrum stað vestan
undir Hestgerðiskambi, í svokölluðu
Kambstúni, og sást þar enn til tófta
í ungdæmi mínu. Þaðan var um 45
mínútna gangur út í Hálsahöfn, þeg-
ar hægt var að fara á haldi lónið,
sem þar hét Hestgerðislón, en yfir
það lá leiðin út í Hálsa.
Sú sögn hafði alltaf lifað í Suður-
sveit, aS Norðlendingar hefðu kom-
ið í veriff norðan yfir fjöll, niður
svonefndan StaSardal og niður í
byggð á milli þorpsins og Borgar-
hafnar . . . Þarna uppi sást líka móta
fyrir gamalli götu.
Enginn vissi, hvaðan úr Norður-
landi þessir vermenn voru. ÞaS var
kunnugt, aS úr Hornshöfn röru
Skagfirðingar forðum daga. Á Horni
var lengi til ritaður samningur milli
342
blik