Blik - 01.06.1969, Síða 345
Hornsbónda og Skagfirðinga. Þar
var svo ákveðið, að bóndinn átti
mánaðarbeit fyrir svo og svo mörg
hross í Blönduhlíð í Skagafirði á
móti uppsátri, sem Skagfirðingar
ættu í Naustavík við Hornshöfn. Þess-
um samningi var aflýst í tíð séra
Þórarins Erlendssonar prófasts í
Bjarnarnesi, en bann þjónaði þar
1826—1843. Svo sagði mér sumar-
ið 1933 Sigurður Eyjólfsson, l)óndi
á Horni.
. .. Og í Suðursveit koma Norð-
lendingarnir um hávetur niður í
byggð ofan af reginfjöllum, þar sem
enginn galinn maður, hvað þá held-
ur með öllum mjalla, mundi láta sér
til hugar koma að leggja leið sína
norðan úr landi nú á tímum.
Ymsar sagnir voru enn á gangi í
Suðursveit um lífið í Kambstúni.
Þeir norðlenzku höfðu verið léttúð-
ugir og brúkað óskikk og óguðlegan
munnsöfnuð. Tveir þeirra höfðu eitt
sinn veðjað um það, hvor yrði fljót-
ari að hlaupa á nærfötunum í hríðar-
veðri uppí til tveggja bændadætra,
ennarrar inni í Borgarhöfn, hinnar
austur á Mörk. Ekki man ég, hvernig
það veðmál heppnaðist. En þetta þótti
óþarfatal í Suðursveit. Og orðskvið-
ur var þar enn á lífi, sem var hér
um bil svona: „Kom þú í Kambstún,
ef þér finnst kvöldin löng“.
Loks tók guð í taumana.
Ingjaldur hét einn af vermönnun-
um. Hann ástundaði betra skikk en
félagar hans og vildi sem minnst hafa
saman við þá að sælda. Hann bjó í
skála einn sér. Eina nótt á vertíðinni
heyrði hann gengið að skáladyrunum
og þessa vísu kveðna fyrir utan:
Ingjaldur hér inni sefur
einn í luktum skála.
Nú er sá kominn, er köppum gefur
kóngsins harðan mála.
Daginn eftir fór Ingjaldur ekki á
sjó. Þá röru öll skip úr Hálsahöfn, 18
að sögn, og fórust 17 þeirra þennan
dag, en eitt komst af. Segir sagan,
að formaðurinn á því skipi hafi heit-
að Bjarni. Sagt er, að presturinn á
Kálfafellsstað hafi verið á skipi með
honum. Enginn vissi, hvað hann hét,
og það finnst hvergi skrifað. En þeir,
sem fórust, áttu að hafa verið 90.“
(Sumar heimildir segja að 53 menn
hafi drukknað og nefna ártalið
1553.)
Og Þórbergur Þórðarson heldur
áfram: „Tvær sögur gengu urn orsök
slyssins. Önnur sagði, að brostið
hefði á stórviðri. Enginn vissi, af
hvaða átt, hvort það var aflandsveð-
ur og skipin rekið til hafs og farizt í
hafi, eða álandsstormur með hafróti
og skipin týnzt í lendingu eða á leið
til lands. Enginn vissi heldur hvort
skipin hefðu öll verið Norðlendinga
eða bæði Norðlendinga og Suður-
sveitunga, enginn, hvað mennirnir
hefðu heitið á þeim eða frá hvaða
bæjum þeir hefðu verið, enginn,
hvort nokkur skip hefðu rekið eða
nokkuð úr þeim, — enginn hvernig
fólkið í Suðursveit hefði snúizt við
þessu mikla áfalli. Svo sljó var saga
landsins.
BUK
343