Blik - 01.06.1969, Síða 346
Guð þjóðar í nauðum
Hin sagan var á þann veg, að skip-
in hefðu legið í fiski nálægt hvert
öðru. Allt í einu hefði bandóður
rauðkembingur rennt sér inn í flot-
ann og fært í kaf á stuttri stundu
hvert skipið eftir annað, þar til ekk-
ert var eftir nema skip Bjarna, en
það hefði verið nokkuð frá hinum.
Þegar það sá aðfarir rauðkembings-
ins, brá það við og röri til lands allt
hvað af tók, en rauðkembingurinn
tók strikið á eftir því, undir eins og
hann hafði lokið við að bana hinum
skipunum, og var ferðin á honum
svo mikil, að hann var rétt búinn
að ná skipinu. Þá var á leið þess sker,
sem heitir Styrmissker, ekki langt
frá landi, og átti skip að geta flotið
yfir það á flóði. Þá var nálægt há-
flæði og slapp skipið yfir skerið, en
hvalurinn fylgdi fast á eftir og renndi
á skerið, stóð þar grunn og sprakk á
því. Skip Bjarna náði landi heilu
og höldnu í námunda við Bjarnar-
hraun, og var sagt, að það hefði tek-
ið nafn af honum.
Það var almennt talað í Suðursveit,
að þessi mannskaði hefði verið
refsing frá Guði fyrir óskikk norðan-
manna.“
Þetta var þá frásögn Þórbergs rit-
höfundar um Hálsahöfn, útveginn
þar og þær sagnir, sem bærðust um
hann á tungu sveitunga hans, þegar
hann ólst þar upp.
Frásögn Þórbergs Þórðarsonar
um Hálsahöfn og útveginn þar er
hin markverðasta. Kynslóðir fæðast,
lifa og hverfa í þögn og kyrrð,
og með þeim hverfur vissa og vit-
neskja, sögn og saga útvegshafnar og
athafnasvæðis. Allt hylst það myrkri
löngu liðins tíma. „Saga Islands er
týnd“ frá fyrstu öldum sjávarútvegs-
tímabilsins, svona að mestu leyti að
minnsta kosti, — tímabils hins háa
skreiðarverðs og skefjalausu sam-
keppni útlendra fésýslumanna um ís-
lenzku skreiðina og verzlunaraðstöð-
una yfirleitt við sjávarsíðuna, í sjó-
þorpunum, —- samkeppni, sem stund-
um varð blóðug, — skreiðarverð,
sem rak Norðlendinga suður yfir fjöll
og jökla um hávetur til fiskveiða frá
hafnlausum verstöðvum á Suðaustur-
landinu. Og heimildir og sannar
sagnir um þetta mikla framtak voru
aldrei skráðar og hurfu þannig í
djúp gleymskunnar. Slíkt og þvílíkt
hefði tæpast getað gerzt á ritöld eða
öðru gróskutímabili þjóðarinnar. A
skreiðaröldinni var allt fallið í
gleymsku og dá eða féll í gleymsku
og dá nema hindurvitni og óskyn-
samleg eða fráleit guðstrú. Því öllu
olli ófrelsið, undirokunin, angrið og
eymdin. Síðustu kynslóðir verða því
að styðjast við „hækjur getgátn-
anna“, eins og Þ. Þ. kemst að orði.
Og svo er lopinn spunninn og voð-
in ofin með ívafi þjóðsagnanna,
þjóðtrúar og guðstrúar, sem brýtur
í bága við heilbrigða skynsemi.
Norðlenzku strákarnir temja sér
óguðlegan munnsöfnuð og „óskikk“
í framkomu. Ekki mæli ég því bót.
Fjarri fer því. Hins vegar er það með
ólíkindum að ráðsettir, norðlenzkir
bændur, sem voru þarna í Kambs-
344
BLIK