Blik - 01.06.1969, Síða 347
túni með strákunum og fyrir þeim,
hafi einnig tamið sér óguðlegan
munnsöfnuð. Ætla mætti, að þeir
hafi verið guðhræddir og orðvarir
siðgæðismenn, — hæði ráðsettir og
réttsýnir. Og hvað var svo að fást
um það og hneykslast á því, þó að
strákagreyin tækju stundum gróft til
orða í kynórum sínum og kvenmanns-
leysinu þarna í skólanum á Kambs-
túni? Tók því að taka af þeim lífið
fyrir það?
„Rétttrúnaður“ skreiðartímabils-
ins lætur hinn „algóða guð og misk-
unnsama föður“ taka þennan leiða
munnsöfnuð norðlenzku strákanna ó-
stinnt upp og hefna rækilega fyrir
siðlaust tal og gróft framferði. Hann
sendir á þá rauðkembing, hvaltegund
þjóðtrúarinnar, til að granda þeim.
Minna mátti það ekki kosta!
Undirokuð þjóð, fólk í eynnl og
volæði, vonleysi og basli, gerir sér
hugmyndir um grimman guð, hefni-
gjarnan, heiftþrunginn og tillitslaus-
an, þegar svo ber undir.
Og rauðkembingurinn grandar
líka þeim saklausu. Öllum er drekkt.
Þar líða saklausir fyrir seka. Mundu
það talin manngæði í mannheimi?
Og meiri og átakanlegri er hefndin:
Saklausar konur og varnarlaus börn
líða, þjást og líða við fráfall maka
og föður og fyrirvinnu. Hefndin rist-
ir djúpt. Og ef til vill enn dýpra:
Það er ósannað, hvort ekki fórust
þarna fyrir atbeina rauðkembingsins
nokkur skip þeirra Suðursveitunga,
hinna siðprúðu, orðvöru sæmdar-
manna, sem hneykslazt höfðu með
fólki sínu á munnsöfnuði norðlenzku
strákanna kvensömu!
Þannig hneigðist þjóðin til trúar
á heiftrækin og hefnigjörn máttar-
völd, eftir því sem lífsbaráttan harðn-
aði og kúgunaröflin færðust í auk-
ana og þjörmuðu að þjóðarheild-
inni Þannig smækkaði hún andlega,
þjóðarsálin minnkaði og guðstrú
hennar fjarlægðist smám saman
gæzku og fegurð, rökrétta hugsun og
sennilegar staðreyndir. Eymd þjóðar-
innar og varnarleysi fór vaxandi að
sama skapi sem tök hennar á töglum
og högldum gagnvart erlendum spá-
kaupmönnum og konungsvaldi fór
þverrandi.
En svo er önnur hlið á þessu máli,
heiftarárás rauðkembingsins í þjón-
ustu hins hefnigjarna himnaföður.
Vart mundu sakir norðlenzku strák-
anna hafa nægt þeim lil þess að
hljóta vist í „verri staðnum“ eftir
dauðann samkvæmt predikunum
kennifeðranna og vítiskenningum
hinnar heilugu kirkju miðaldanna.
Var þeim þá ekki opin leið inn í sæl-
una eilífu, sjálft himnaríki? Var
nokkur dvalarstaður þar á milli? í
hverju var þá hefndin fólgin, fyrst
dauði þeirra flýtti fyrir þeim inn í
sjálfa dýrðina? — Svo langt var
ekki hugsað um þessa hluti.
Gamla Leirgerður hans Magnúsar
Stephensens var ef til vill sannur full-
trúi alls þessa hugsunargrauts. Hvað
sagði ekki hinn merki klerkur um
hana? Þar rak hvað eina sig á ann-
ars horn, eins og graðpening hendir
vorn, sagði hann um sálmabókina þá.
BUK
345