Blik - 01.06.1969, Síða 348
Eymdin. fátæktin og basliS sljóvg-
ar hug og hyggju, svo að öll rökrétt
hugsun verður á hiilu lögð.
Auðvitað náði Bjarni formaður
landi, af því að presturinn á Kálfa-
fellsstað, guðsmaðurinn sá, flaut á
fjölum hans. Ef til vill hefur líka
rauðkembingssagan orðið til á Kálfa-
stað, runnið undan væng „rétttrún-
aðarins“ á prestssetrinu?
Eitt er það orð í frásögu Þ. Þ.,
sem vekur sérstaklega athygli Vest-
mannaeyings, sem ber eilítið skyn á
sögu byggðarlagsins. ÞaS er orðið
fiskigarður. Þar kemur hann með
sama orðið og hér var landlægt á
grjótgörðum þeim hér á Heimaey,
sem notaðir voru til herzlu á skreið,
enda þótt þeir væru með öðrum hætti
sniðnir og lagaðir, mótaðir og hlaðn-
ir en annars staðar mun tíðkazt hafa
á landinu. SíSustu leifar fiskigarð-
anna hér sáust um miðbik Heima-
eyjar allt fram aS 1880.
Hvað hafa svo NorSlendingarnir
gert við skreiðina, sem þeir fram-
leiddu og verkuSu með svo áhættu-
samri og átakamikilli fyrirhöfn, vetr-
arferðum suður yfir fjöll og jökla og
sjóferðum frá hafnlaustri sandströnd-
inni? Fluttu þeir hana heim til sín
á baki „þarfasta þjónsins“? ESa nutu
þeir hins háa heimsmarkaSsverSs í
kauptúnunum eða sjávarbyggðum
SuSur- eða SuSvesturlandsins? Og
hvar þá og hvernig þá? „Saga ís-
lands er týnd“.
ViS hvörflum huga til orða Þor-
bergs rithöfundar um það, hvaða
leið eða leiðir Norðlendingarnir fóru
yfir Vatnajökul suður í Suðursveit
á 16. öldinni, er þeir stunduðu sjó-
sókn á vetrarvertíðum frá Hálsahöfn
í Suðursveit. Fáar eru heimildir um
götur þær.
Sveinn Pálsson læknir og náttúru-
fræðingur skrifaði Jöklarit sitt á
seinasta tug 18. aldarinnar. Þar getur
hann leiðar yfir Vatnajökul suður í
SuSursveit með þessum orðum: „Ein
leiðin enn á að hafa legið yfir jökul-
inn sjálfan, úr Fljótsdal norður,
fram hjá Snæfelli og suðvestur yfir
lágjökulinn að Hálsatindi, sem er
hátt fjall sunnan í jöklinum, upp af
prestssetrinu Kálfafelli í HornafirSi.
Þessi leið kvað hafa verið notuð
fram á síðustu öld (þ. e. 17. öld),
bæði úr Fljótsdal til fiskiróðra í
Suðursveit og úr SuSursveit til gras-
tekju norður hjá Snæfelli.“
A öðrum stað í Jöklaritinu getur
höfundur leiðar yfir Vatnajökul milli
Skaftafells og MöSrudals, „því að
svo segir í gömlum munnmælum, að
smalinn frá MöSrudal eigi frítt legu-
rúm í Skaftafellsskála og smalinn frá
Skaftafellsskála sömuleiðis í MöSru-
dalsskála. Eigi alls fyrir löngu hafa
og fundizt leifar af vegi eða einstigi,
þakið grasrót, yfir brattan klettafláa
í MiSfelli, og ennfremur skeifa og
tveir hestburðir af feysknu birkihrísi
allskammt þaSan.“
Þannig hafa munnmælin um leiðir
þessar lifað á vörum fólks fram um
1800, og það sagt náttúruskoðaran-
um frá þeim, er hann rannsakaði
fjöll og jökla Austur-Skaftafellssýslu
á síðasta tug 18. aldarinnar.
346
BI.IK