Blik - 01.06.1969, Page 350
Ingóljur Guðmundsson, jæddur að Skála-
felli í Suðursveit 15. okt. 1896. Foreldrar:
Guðmundur Sigurðsson frá Borg á Mýrum
í Austur-Skajtajellssýslu og Sigríður Arna-
dóttir frá Reynivöllum í Suðursveit, systir
hins kunna skipasmiðs Ipar í byggð, Þor-
steins Arnasonar. Kona lngóljs Guðmunds-
sonar er Lússía Jónsdóttir frá Borgarhöjn
í Suðursveit, dóttir hjóna jrar, Jóns Guð-
mundssonar og Guðrúnar Bergsdóttur.
Ingólfur Guðmundsson stundaði sjó frá
Höjn í Hornajirði um árabil. En um nokk-
ur ár hejur hann unnið við fiskiðnað á
Ilöfn, þar sem hjónin eiga heima.
lngólfur Guðmundsson réri frá Bjarna-
hraunssandi samtals 24 vertíðir.
Suðursveitungar notuðu sex- og
áttæringa við fiskveiðarnar. A þeim
réru 10—12 menn. Hvert byggða-
hverfi gerði út eitt skip hvert. Þannig
voru að jafnaði gerð út 4 skip frá
Bjarnahraunssandi árlega. Oftast
vcru engin segl tekin með í sjóferð-
irnar, því að örstutt var róið út frá
ströndinni og alltaf treyst á lendingu.
Árið 1920 gekk nýlegur áttæring-
ur frá Bjarnahraunssandi. Formaður
á honum var Bjarni Runólfsson,
bóndi á Kálfafelli. Hann var þá á
sextugsaldri.
Einn af hásetum Bjarna formanns
Runólfssonar var Ingólfur Guð-
mundsson, vinnumaður séra Péturs
Péturssonar, sóknarprests á Kálfa-
fellsstað ,og er hann heimildarmaður
minn að frásögn þessari.
Ingólfur Guðmundsson réri frá
Bjarnahraunssandi samtals 24 ver-
tíðir eða úthaldstímabil þar.
Morguninn 4. maí 1920 var logn
og sléttur sjór. Þá var kallað til róð-
urs. Veðurútlitið þótti ekki neitt tor-
tryggilegt, og sjórinn skyldi athugað-
ur gaumgæfilega, — ölduföll og sog,
— áður en ýtt yrði úr vör.
Aldagömul reynsla var fyrir því í
Suðursveit, að breytingu sjávar til
hins verra, mátti ráða af öldufallinu
við sandinn.
Á háflóðinu um morguninn voru
lögin löng og glögg. Það spáði góðu
um kyrrð sjávarins fram eftir degin-
um. Þó var skuggi á: Endur og eins
komu langar og lágar öldufyllingar,
sem flæddu langt upp á sandinn. Þau
einkenni boðuðu jafnan brim, þegar
á daginn leið.
Formaðurinn á áttæringnum Von,
skipi þeirra Breiðabólstaða- og
Reynivallabæja, Þorsteinn Arason,
348
BLIK