Blik - 01.06.1969, Page 351
bóndi og skipasmiður á Reynivöllum,
réri ekki þennan morgun. Þótti hon-
um veðurútlitið ótraust og fall öld-
unnar við sandinn spá til beggja
vona. Þorsteinn bóndi var maður
með afbrigðum glöggur á veður og
sjó.
eyinga t. d., sem notuðu tóg í seilar-
taugina. Seilarólin þeirra Suðursveit-
unga var rist úr hálsskækli á nauts-
húð, og seilarbotninn var högld. Þeg-
ar fyrsta fiskinum hafði verið rennt
að högldinni, var seilarnálinni
brugðið gegnum hana, svo að fyrsti
Sjávarströndin og nokkur örnejni í Suðursveit: 1. Hálsaós. — 2. lijarnahraun á lijarna-
hraunssandi. — 3. Styrmissker. — 4. Hestgerðissker. — 5. Hálssker. — 6. Hestgerðislón.
— 7. Bœrinn Borgarhöfn. — 8 Kálfafellsstaður. — 9. Kálfafell. — 10. Bœrinn Breiða-
bólsstaður (Bœrinn Hali í grennd). — 11. Steinafjall. — 12. Vagnsstaðir. — 13. Borgar-
hafnarheiði. ■— 14. Breiðamerkurjökull. — 15. Bœrinn Hestgerði. 16. Káljafellstindur. —
17. Steinavötn. — 18. Heinabergsvötn. — 19. Heinabergsjökull. — 20. Staðarfjall. —
Heimild: Herforingjaráðskortið, mœlt 1903—1904, endurskoðað 1945.
Annað skip þeirra Kálffellinga hét
Svanur. Formaður þess var Þórður
Jónsson bóndi á Kálfafelli (d. 1930).
Svanur var áttæringur, smíðaður
heima í Suðursveit eins og flest eða
öll skip þeirra Suðursveitunga. Skips-
höfnin var 12 menn og var aflanum
skipt í 16 staði. Skipið sjálft fékk
4 hluti, dauðu hlutina svokölluðu.
Þegar komið var að landi, var
fiskurinn alltaf seilaður svo sem 80
metra frá ströndinni. Þó að engin
væru rif í sjónum framan við lend-
inguna, voru þar eyrar undir yfir-
borði sjávarins. Ekki voru fleiri en
16—20 fiskar þræddir á hverja seil.
Seilar Suðursveitunga voru býsna
frábrugðnar seilurn EyjabúaogLand-
fiskurinn myndaði að sínu leyti seil-
arbotninn.
Skipsmenn komu oftast ríðandi í
sandinn til sjóróðranna. Þó bar svo
við 4. maí 1920, að vinnumennirnir
á Kálfafellsstað fóru gangandi í
Bjarnahraunssand til róðursins þann
morgun. Vinnumaðurinn Ingólfur
Guðmundsson, heimildarmaður minn,
hafði flutzt að Kálfafellsstað í nýju
vistina daginn áður. Hann virtist eitt-
hvað utan við sig, ekki rétt með sjálf-
um sér, þegar hann bjó sig til róðurs
um morguninn. Þetta kom berlega í
ljós á leiðinni til skips. Þá uppgötv-
aði hann, að hann hafði gleymt hand-
færinu sínu heima á Kálfafellsstað.
Hann hljóp því heim til þess að
BLIK
349