Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 352
sækja færið sitt. Og það stóðst á
endum, að skipsfélagar hans voru að
koma í Sandinn, þegar hann kom til
skips með færið sitt. Eg skal taka
það strax fram, að dagurinn þessi
markaði Ingólfi Guðmundssyni þau
örlög, að þetta urðu síðustu hlaupin
hans í þessu lífi, þó að hann hafi
lifað hart nær 50 ár, síðan sá atburð-
ur gerðist, er nú verður greint frá.
Aður en annað var aðhafzt, gengu
allir skipverjar fram að sjávarmálinu
til að álykta um sjóinn. Hann var
talinn „góður“. Þá gengu þeir að
skipinu, sem hvolfdi upp á sjávar-
kambinum. Þeir hvolfdu því upp í
skyndi og leiddu það eða „teymdu“
fram að sjávarmálinu. Þá skinn-
klæddust þeir, og gekk svo hver og
einn að sínum keip. Orðrétt segir
heimildarmaður minn:
„Skipið, sem ég réri á, var átt-
æringur og hét Sæbjörg, var nú rétt
við og sett fram nær öldufallinu. Þar
biðu við hásetarnir þess, að formað-
urinn Bjarni Runólfsson skipaði fyr-
ir. Brátt kom það snöggt og skip-
andi: „Lagið, takið á í Jesúnafni“.
Svo var gert og vel gekk að komast
á flot. Þá var klukkan 9 um morgun-
inn, er allar árar voru á borðum og
kippt var frá landi.
Fiskur reyndist tregur. Aðeins slit-
inn upp einn og einn. Aflatregðan
féll okkur þyngra sökum þess, að
þetta var fyrsti róðurinn á vertíðinni;
engin tök á að komast fyrr á sjó
vegna ókyrrar veðráttu og ekki of
ríkuleg matarbjörg á heimilunum.
Þegar leið að hádegi, höfðu sumir
hásetarnir orð á því, að sjórinn væri
farinn að „taka ölduköst“, eins og
það var kallað. Allt sat þó við hið
sama um sinn. Eftir nokkra stund
veitum við því eftirtekt, að óreglu-
legar öldur koma að ýmist úr suðri
eða suðaustri. Þá segir formaðurinn,
að bezt sé að „hanka upp“ og halda
til lands. Það var gert, og svo var
róið til lands undir 8 árum.“
Þegar Sæbjörg var komin hálfa
leið til lands, veittu skipverjar því
athygli, að skip kom frá landi og
stefndi að þeim. Brátt mættust skipin.
Spurðist þá Bjarni formaður á Sæ-
björgu fyrir um öldufallið við Sand-
inn. Hinir töldu það „brúklegt“. Féll
svo samtal niður og hélt hvort skip
sína leið.
En nú sýndist sitt hverjum á Sæ-
björgu, þar til formaðurinn tók af
skarið og taldi óhætt að snúa við og
renna enn færum um stund. Var svo
gert og kippt út á dýpri sjó. Heim-
ildarmaður minn, sem hér lifði sinn
örlagaríkasta dag ævinnar, hafði orð
á því, að engan fisk mundu þeir hin-
ir draga frá þeim á Sæbjörgu og
skynsamlegast mundi að halda til
lands. Ekki minntist hann þess, að
hann hafi fyrr eða síðar þær 24 ver-
tíðir, er hann stundaði sjó þar, latt
formann sinn, nema í þetta eina sinn.
Á það var ekki hlustað að sinni. Svo
var færum rennt og skekið um stund.
Ekki leið þó á löngu, þar til skip-
verjar veittu því eftirtekt, að sjór var
tekinn að ganga mj ög upp með brim.
Var þá haft uppi og róið til lands af
kappi miklu.
350
blik