Blik - 01.06.1969, Page 353
Hitt skipið, er úti var, hét Von-
góður. Formaður á því var Sigurður
Magnússon. Það hélt nú einnig til
lands.
Þegar Sæbjörg nálgaðist lending-
una, varð skipverjum það ljóst, að
brim var við sandinn og brugðizt gat
til beggja vona um það, að lending
tækist giftusamlega. Sjóar voru stór-
ir en lögin strjál og stutt. Samt varð
að taka land, hvað sem það kynni að
kosta. Lífhöfn var engin. Auðséð var,
að brimróðurinn hlaut að verða
langur, þar sem ekki varð legið nærri
vörinni vegna brimfallanna.
Loks var brimróðurinn tekinn upp
á líf og dauða, þegar lag þótti líklegt.
En lagið entist ekki, og fyrsti sjór-
inn í ólaginu hvolfdi Sæbjörgu með
þeim afleiðingum, að 10 menn bylt-
ust um í brimgarðinum bjargarlaus-
ir fyrst í stað.
Þegar hér er komið frásögn þess-
ari, er rétt að geta þess, að ein skips-
höfn þeirra Suðursveitunga ætlaði
sér á flot upp úr hádegi þennan dag,
en hætti við róðurinn, þegar til sjáv-
ar kom. Það var skipshöfnin á Svan.
I stað þess að hverfa heim strax
aftur beið hún skipanna, sem róið
höfðu, til þess að geta aðstoðað þau
við lendinguna. Það varð mörgum
mannslífum til bjargar í þetta sinn.
Skipshöfninni á Vongóð tókst að
lenda heilu og höldnu með aðstoð
og hjálp Svansmanna.
Þegar svo skipverjar á Sæbjörgu
tóku brimróðurinn, höfðu Svans-
menn vaðbundið tvo röskustu og
traustustu menn sína til þess að vera
við öllu búnir. Vaðbundnir óðu þeir
út í brimgarðinn og drógu á land
hvern skipverjann af öðrum af Sæ-
björgu, nema tvo, sem drukknuðu.
Annað líkið rak þegar upp í fjöru,
en hitt fannst aldrei. Það var ungur
og röskur maður, vinnumaður á
Kálfafellsstað hjá séra Pétri Péturs-
syni og konu hans, frú Helgu Skúla-
dóttur. Hann kom vinnumaður að
Kálfafellsstað daginn áður eins og
heimildarmaður minn, Ingólfur Guð-
mundsson.
Um leið og Sæbjörgu hvolfdi, varð
Ingólfur Guðmundsson undir há-
stokk hennar með þeim afleiðingum
að hann lærbrotnaði. Þannig lim-
lestur velktist hann og hraktist í brim-
garðinum, þar til honum var bjarg-
að á síðustu stundu. Var hann þá
meðvitundarlaus, limlestur eins og
hann var og kominn að drukknun.
Honum var síðast bjargað af þeim,
sem komust lífs af.
Þegar björgunarstarfinu loks lauk,
var eftir að koma mönnunum til
bæja, svo að þeir hlytu hjúkrun eða
aðhlynningu. Erfiðast var auðvitað
að flytja hinn slasaða mann til bæj-
ar, koma honum heim að Kálfafells-
stað.
A leiðinni þangað heim gekk veðr-
ið í norðaustrið með snjóbyl. Nú
þurfti að leita hinum slasaða manni
læknishjálpar. Læknir sat þá í Höfn
í Hornafirði. Engar voru þá bifreið-
arnar, svo að fara varð á hestum
austur til Hafnar. Það var löng leið,
en þó sérstaklega torsótt yfir stór-
vötn og sanda. Allt tókst þó þetta
blik
351
i