Blik - 01.06.1969, Page 355
SIGURÐUR BJORNSSON, RONDI A KVISKERJUM
r • •
Utræði í Oræfum
Sé frásögnin rétt, að Ingólfur Arn-
arson hafi lent skipi sínu við Ingólfs-
höfða, hefur vafalaust verið all gott
var þar þá. Ymislegt hendir til að
svo hafi verið. Frá þessum tíma hef-
ur mjög mikill sandur borizt til sjáv-
ar beggja vegna Ingólfshöfða, og
einnig hefur landið sigið talsvert, svo
að líklegt er, að aðstæður hafi verið
þar allt aðrar en nú eru. Engar sagn-
ir eða heimildir eru þó til um höfn
þar á söguöld eða síðar, nema þá ó-
ljósar sagnir skráðar um 1700, og
engar samtíma heimildir eru um sjó-
sókn frá Ingólfshöfða fyrr en um
1700. Þá eru skilyrði þar til útræðis
talin mjög slæm.
Ekki er þó að efa, að sjósókn hef-
ur verið stunduð frá Ingólfshöfða
frá því að sveitin byggðist. Hins veg-
ar munu sagnir um það, að Norð-
lendingar hafi sótt þangað, vera ó-
traustar, enda þótt víst sé, að fiski-
miðin voru þar góð.
Elzta heimild um útræði við Ing-
ólfshöfða mun vera í Chorographiaca
Islandica Árna Magnússonar, prent-
uð í Safni til sögu Islands, öðrum
flokki, 1. 3. 1955, bls. 18—20, en þar
er sóknarlýsing Hofs- og Sandfells-
prestakalla eftir sér Gísla Finnboga-
son, skrifuð um 1700. Hin traustasta
heimild um þetta efni.
Kemur þar fram, að nokkurt út-
ræði var þá við Ingólfshöfða. Og á
uppdrætti, sem fylgir sóknarlýsing-
unni, eru teiknaðir þrír bátar og
þrjú naust, svo að líklegt er, að þá
hafi verið gerðir út þrír bátar þaðan.
Á þessari mynd virðast naustin vera
vestan við Höfðann, en ýmsir hafa
haldið að útræðið hafi fremur verið
austan við hann, enda virðist frá-
sögn séra Gísla benda til þess. Hann
segir þó, að þar verði ekki komizt
út nema í mestu sjódeyðum.
Sveinn Pálsson getur um útræðið
við Ingólfshöfða í Ferðabók (dag-
bók 11. sept. 1793, bls. 277), og er
að sjá, að honum hafi verið sagt, að
útræðið hafi verið austan við Ing-
ólfshöfða. En þá var útræði þar nið-
ur lagt og bátur, sem þá hafði verið
þar til, verið seldur um vorið austur
á Hornafjörð (Sennilega er þar átt
við Suðursveit).
Eggert Olafsson minnist líka á út-
ræði í Ferðabók sinni.
Sveinn Pálsson sá ekki sjálfur,
hvernig aðstæður voru við þetta út-
ræði, en heimildarmaður hans mun
hafa verið Jón Einarsson bóndi í
BLIK 23
353