Blik - 01.06.1969, Side 362
skildi mestu óhreinindin úr yfir-
borðsvatninu. Þetta regnvatn notuðu
síðan Austurbyggjarar á Heimaey
öldum saman bæði handa búpeningi
og fólki.
Elztu þjóðsögur eða sagnir, sem
lifað hafa í Eyjum, eru tengdar
vatni og vatnsskorti, svo sem sagan
um sölu Herjólfs bónda á neyzlu-
vatninu í Herjólfsdal, vatninu úr
„Lindinni í Dalnum“, og svo sagan
um trébollann, sem átti að hafa sann-
að samband eða göng neðanjarðar
milli vatnsbóls í Dölum og Dalnum.
Fátt olli Eyjafólki meiri erfiðleik-
um um aldir en vatnsskorturinn og
fátt stóð fremur menningarlífi fólks-
ins þar fyrir þrifum en skorturinn sá.
Frá fornu fari var vatnssókn í
Lindina í Dalnum fastur liður í dag-
legri önn fólksins, sérstaklega á vor-
in og sumrin, er minna var um úr-
komuna.
Eyjafólk bar vatnið úr Dalnum í
fötum, tréfötum, í höndunum og not-
aði trégrind til þess að létta sér burð-
inn. Ekki hefi ég séð þess getið, að
fólkið hafi notað vatnsbera eða ok
um axlir til þess að létta sér hinn
langa og tíða vatnsburð. Títt var það
einnig með bændafólkinu að flytja
vatnið á klakk, láta hesta bera það
til bæja.
Þegar handvagnar komu til sög-
unnar í Eyjum (1894 og næstu ár)
urðu tök á að aka vatninu á þeim.
Var þá rudd vegarmynd í Dalinn,
troðningarnir breikkaðir og jafnaðir
með rekum. Síðar fluttist hestkerran
til Eyja og varð öðrum þræði at-
360
vinnutæki vissra manna þar. Þá létt-
ist vatnssóknin.
Vegurinn í Herjólfsdal var sérstak-
lega lagfærður, eftir að Isfélag Vest-
mannaeyja var stofnað og íshús
byggt (1902), því að þá var aflað
íss til þess af tjörninni í Dalnum,
þegar svo bar undir og það bar við,
að hana lagði. Vatnssóknarfólk naut
góðs af vegi þeim.
I gömlum skrifum um Vestmanna-
eyjar er getið vatnsskortsins og erf-
iðleika þeirra, sem vatnsskorturinn
olli Eyjafólki öðru hvoru allt árið.
Séra Gizur Pétursson, sem var
prestur að Ofanleiti 1687—1713,
getur um vatnssókn á hestum í Herj-
ólfsdal. Hann skrifaði: „Þar er ætíð
nóglegt vatn, og er þangað á hestum
sótt alls staðar úr byggð, þá vatn
þrýtur heima við bæi í langþerrum,
í lind þá, er ofan yfir er byggt og
fram kemur so sem úr nokkrum
göngum, af mönnum hlaðin með
hellum ofan yfir og vallgróinni j örðu.
Enginn þykist vita, hversu löng þessi
göng eru eður hvert þau liggja eða
hvað langt, þar þau bafa aldrei rann-
sökuð eða lagfærð verið, nema sjald-
an fremst við lindina.“ Enn fremur
skrifar prestur: „Tveir brunnar eru
í skriðuhólnum í Herjólfsdal, þar
bærinn hefur staðið (samkvæmt
gömlum sögnum), og kemur vatnið
þar rétt út úr grjótinu. Þar þvo kon-
ur léreft sín.“
Séra Jón J. Austmann, sem sat
sóknarprestur á Ofanleiti á árunum
1827—1858, skrifaði um vatnssókn
fólks í Herjólfsdal: „Hingað er á
BLIK