Blik - 01.06.1969, Page 365
stjórnendur fiskiðnaðarins sigrazt á
vatnsskortinum fram til þessa, þó að
alltaf færu þeir erfiðleikar vaxandi
ár frá ári með vaxandi framleiðslu
og kröfum.
Vitaskuld létti það vatnssóknina í
Lindina í Dalnum og vatnsbólin á
Póstflötunum, þegar vélknúnar vatns-
dælur komu til sögunnar og vatninu
svo ekið í bæinn í þar til gerðum
geymum á vöruflutningabifreiðum.
Arið 1968 mun jafnan hér eftir
verða talið merkisár í sögu Vest-
mannaeyja. Á því herrans ári var
lögð vatnsslanga til Eyja frá suður-
strönd landsins. Síðan streymir upp-
sprettuvatn til Vestmannaeyja úr lind
í 210 metra hæð í landi Syðstu-
Merkur undir Eyjafjöllum. Þessi
slanga var lögð til Eyja 17.—18.
júlí 1968.
Hinn 20. s. m. hélt bæjarstjórn
kaupstaðarins fjölmenna fagnaðar-
veizlu í Samkomuhúsi Vestmanna-
eyja og minntist þannig þessa merka
atburðar og áfanga í sögu byggðar-
lagsins og Eyjabúa í heild. Með raf-
kapli frá Sogsvirkjuninni og vatns-
leiðslu þessari, hefur tekizt að skjóta
styrkum stoðum undir margbreyti-
legan iðnað í bænum, þá stundir líða,
þó að segja megi með sanni, að vatn
og rafmagn sé þar ekki allt, sem þarf,
þá á sér þar engin framþróun stað
án þess.
Úr ræðu bæjarstjóra
í veizlu þessari flutti bæjarstjór-
inn okkar, Magnús H. Magnússon,
ræðu, þar sem hann rakti í fáum
dráttum hina sögulegu þróun þessa
mikla velferðarmáls að náðu marki,
og óska ég að birta hér nokkra kafla
úr ræðu hans ýmist beint eða óbeint
til geymslu seinni tíma kynslóðum.
Bæjarstjóri sagði um leit Eyja-
búa að nægilegu neyzluvatni: „A
seinustu árum hefur margt verið gert
í þeim tilgangi að reyna að finna
viðhlítandi lausn á vandanum. Víða
var borað niður að sjávarmáli til að
freista að ná í vatn úr svokölluðu
„vatnspokum“, sem myndast vegna
þess, að það tekur vatn, sem sígur
niður í jarðveginn, nokkurn tíma að
blandast sjónum vegna minni eðlis-
þyngdar vatnsins. Að vísu hefur vatn
fundizt á þennan hátt, en strax og
tekið var að dæla úr holunum að
nokkru ráði, kom upp sjór.
Árið 1964 var svo reynt að bora
djúpt eftir vatni niður í dýpri berg-
myndanir undir Eyjum. Taldar voru
nokkrar líkur á, að vatn fyndist
þar í millilögum basaltlaga. í tæp-
lega 900 metra dýpi fannst nokkurt
vatn eða 0,75 sekúndulítrar af 60
stiga heitu vatni. Efnagreining benti
til þess, að hér væri um vatn að ræða,
sem blandað væri sjó að helmingi.
Isotopagreining benti þó til þess ,að
hér væri um að ræða vatn, sem á
einhvern hátt hefði tekið í sig salt.
Borað var allt niður á 1565 metra
dýpi án frekari árangurs.
Jarðsig á Vestmannaeyjasvæðinu
virðast valda því, að áðurnefnd
millilög standast ekki lengur á við
sömu millilög uppi á landi.
blik
363