Blik - 01.06.1969, Side 368
Stöðin verður algjörlega sjálfvirk
og stjórnað héðan úr Vestmannaeyj-
um með radiósambandi.
Fyrri leiðslan getur flutt 500 smá-
lestir af vatni á dag án dælingar . . .
Þegar dælustöðin tekur til starfa, vex
flutningsgetan upp í 850 smálestir á
dag.
Lögnin í landi. Vatnið er tekið úr
lind í 210 metra hæð í landi Syðstu-
Merkur undir Eyjafjöllum. Byggt er
yfir lindina, svo að útilokað er, að
yfirborðsvatn eða óhreinindi komist
í vatnið.
Vatnið er svo leitt í 250 mm víð-
um (að þvermáli) asbestpípum 22,5
km. vegalengd til sjávar . . .
Dreifikerjið. S. 1. ár (1967) var
unnið að dreifikerfi fyrir rúmlega
% hluta bæjarins, og áætlað er að
ljúka dreifikerfinu á þessu og næsta
ári (1969).
Fljótlega verður byrjað á 5000
smálesta miðlunargeymi í 55 metra
hæð yfir sjó og 250 smálesta geymi
enn hærra fyrir efri byggðina.
Kostnaður. Heildarkostnaður er á-
ætlaður 127 milljónir króna. (Miðað
við gengi íslenzku krónunnar 20. júlí
1968). Kostnaður skiptist þannig:
Lögn uppi á landi .......... kr. 15 millj.
Dælustöð á Krosssandi........— 14 •—
Tvær neðansjávarleiðslur .... — 66 —
Stofnæð í Vestmannaeyjum .. — 2 —
Vatnsmiðlunargeymar..........— 8 —
Dreifikerfið................ — 22 —
Framangreindar upphæðir eru
miðaðar við 35% toll af neðansjáv-
arleiðslum.
Af framantöldu má sjá, hve hér er
um gífurlegt átak að ræða. Kostnað-
urinn verður liðlega 25 þúsundir
króna á hvert mannsbarn í bænum.
Þetta jafngildir því, að Reykvíking-
ar réðust í fyrirtæki, sem kostaði tvo
milljarða króna ...
Vatnsskattur. Stofngj öld verða 7,5 %
af fasteignamati húseigna og inn-
heimtast á þrem árum .. . Fastur ár-
legur vatnsskattur verður 2,5% af
fasteignamati húsa. Síðan verður
allt vatn selt eftir mæli, kr. 5,00 hver
smálest . . .
Þegar ráðist er í jafn stóra fram-
kvæmd og hér um ræðir fyrir ekki
stærra bæjarfélag, gefur það auga
leið, að til margra þarf að leita um
fyrirgreiðslu og stuðning, enda hafa
hér margir að unnið.
Ég þakka alþingi og ríkisstjórn
fyrir veittan stuðning, en einkum þó
Ingólfi ráðherra, sem ávallt hefur
verið boðinn og búinn til þess að
leggja sitt þunga lóð á vogarskálina,
þegar á hefur þurft að halda. Eg
þakka Brunabótafélagi íslands, Lána-
sjóði sveitarfélaga, Utvegsbanka Is-
lands og Sparisjóði Vestmannaeyja
fyrir veittan fjárhagslegan stuðning.
Þá vil ég þakka Efnahagsstofnuninni
og forstjóra hennar margvíslega að-
stoð og fyrirgreiðslu.
Ég þakka þeim mörgu, sem að
sjálfum framkvæmdunum hafa unn-
ið. Ég nefni fyrst Þórhall Jónsson,
verkfræðing, sem borið hefur hitann
og þungann af öllum undirbúningi og
yfirstjórn framkvæmda, ásamt að-
stoð og ráðleggingum við allar samn-
ingsgerðir og efnispantanir. Eg
366
blik