Blik - 01.06.1969, Side 372
stað meiri fjarlægð milli raflagnar-
innar og vatnsleiðslunnar. Við land-
tak var vikið frá kaplinum og vatns-
leiðslan lögð inn hafnarmynnið, þar
sem þar var auðveldara að leggja
hana. Skammt utan við Hafnarmynn-
ið þurfti að sprengja skurð gegnum
móhellu og grjóturð neðansjávar,
um 550 metra langan. Verk þetta
var unnið með krana á fleka, sem
fenginn var á leigu hjá hafnarmála-
stjórn. Verk þetta gekk illa í fyrstu
vegna slæmra veðurskilyrða, en vel
seinustu vikur, og því lauk sömu nótt
og leiðslan var lögð . . .
Þessar sprengingar reyndu mjög á
þolrif Vestmannaeyinga, þar sem
talsverður j arðskj álfti fylgdi hverri
sprengingu. En flestir tóku þessu
með stakri þolinmæði, enda engin
leið að vinna þetta verk öðruvísi.
Vil ég sérstaklega þakka Einari
Stefánssyni, forstöðumanni áhalda-
húss Hafnarmálastjórnar, fyrir góð-
ar ráðleggingar við tilhögun verks-
ins og lipurð við útvegun tækja og
manna. Einnig vil ég þakka hinum
ágætu köfurum, Guðmundi Guðjóns-
syni og Samúel Andréssyni, fyrir
mikla hagsýni og dugnað í sínum
verkum, svo og hinum lipra krana-
stjóra Gunnari Andréssyni. Beztu
þakkir kann ég einnig Bergsteini Jón-
assyni, hafnarverði, sem með sínum
vel þekkta dugnaði sá um allan und-
irbúning í landi, Sigurði Kristins-
syni, sem stjórnaði verki á flekanum,
Einari J. Gíslasyni, sem stjórnaði
sanddæluskipinu Vestmannaey, og
svo öllum starfsmönnum hafnarinn-
ar og öðrum, sem unnu sín störf við
erfiðar aðstæður með sérstökum
dugnaði.
Ég vil þakka öllum verkfræðing-
um og stjórnendum N.K.T. fyrir sér-
stakan áhuga og lipurð við könnun
og framleiðslu leiðslunnar og ein-
stæðan dugnað og nákvæmni við
lagningu hennar, sem unnin var í
samvinnu af starfsmönnum N.K.T.
og Switzers.
Hávarði Sigurðssyni og starfs-
mönnum hans kann ég heztu þakkir
fyrir þeirra hlut í landtöku á Land-
eyjasandi, Einari Sv. Jóhannessyni
og áhöfn Lóðsins fyrir góða aðstoð
við útlögn, Bjarna Eyjólfssyni og
Kristni Sigurðssyni og verkstjórum
og starfsmönnum þeirra fyrir öll
undirbúningsstörf þeirra hér í kaup-
staðnum."
Þannig fórust Þórhalli Jónssyni,
verkfræðingi orð. Þar sem hluti af
ræðu hans er ekki birtur orðrétt hér,
er efnið túlkað til styttingar.
Mér verður blíðviðrisnóttin að-
faranótt 18. júlí 1968, lengi minnis-
stæð. Mörgum fleirum í Eyjum en
mér mun þá ekki hafa orðið svefn-
samt fram undir óttuskeiðið. Hvern-
ig mundi takast að leggja hina dýru
og afdrifaríku vatnsleiðslu út til
Eyja? Fjöldi manna íslenzkra sem
erlendra vann hér að af frábærum
dugnaði og afburða verkhyggni. Og
verkið hófst á degi þeim, sem um
aldaskeið hefur verið talinn mesti ó-
hamingjudagur í allri sögu Vest-
370
BLIK