Blik - 01.06.1969, Page 374
Mér fannst 17. júlí s. 1. sumar, að
gæfusólin skini yfir þessu bæjarfé-
lagi okkar og forustumennirnir ættu
alls trausts okkar skilið fyrir giftu-
samlegar framkvæmdir. Við vitum,
að fjárhagur til þessara risavöxnu
framkvæmda er erfiður. Við vitum
líka, að Eyjabúar eru dugmikið fólk
og þrautseigt, sem lætur ekki bugast
undir giftusamlegri stjórn, þó að
brött brekka sé í fangið og hinn þrí-
tugi hamar illkleifur. Slíka hamra
hafa Eyjamenn áður klifið bæði í
eiginlegri og óeiginlegri merkingu.
Ekki hef ég trú á því, að þeim hafi
aftur farið í þeim efnum.
Steinar undir Eyjaf jöllum
Magnús bóndi Tómasson fluttist að
Steinum árið 1908. Þar hóf hann bú-
skap á tveim jörðum. Stóra timbur-
húsið á myndinni var byggt 1909.
Olafur Astgeirsson frá Litlabæ í Eyj-
um vann við byggingu þessa húss allt
sumarið 1909.
Magnús Tómasson bjó í timbur-
húsi þessu til dánardægurs 1941.
Bærinn í brekkunni fyrir ofan
timburhúsið stóra var byggður 1904
eða 1905. Hann var byggður á tún-
bletti, sem hét Hvoltunga. Síðan
dregur bærinn nafn af túnblettinum,
sem að hálfu leyti fékk upprunalega
nafn af klettabelti, er Hvolhraun
heitir.
Bærinn austan við (til hægri við)
timburhúsið var byggður um eða
fyrir aldamótin. Bæinn byggði Jón
bóndi Þórarinssoij, sem var stjúp-
faðir Lárusar skólastjóra Bjarnason-
ar í Flensborg í Hafnarfirði, með því
að Sigríður, kona Jóns bónda, var
móðir Lárusar. Síðar bjó (frá 1903)
í torfbæ þessum Andrés bóndi Páls-
son, faðir hinna kunnu Fjallamanna,
Andrésar bónda í Berjanesi og
Björns Andréssonar, Leynimýri við
Reykjanesbraut.
Árið 1910 voru þrír bæir eftir í
gömlu Steinum. Bændurnir þar hétu
Björn E. Jónasson, Jón Einarsson og
Ölafur Símonarsonar, sem síðar
lengi var búsettur hér að Strandvegi
37, faðir Guðna póstmanns að Faxa-
stíg 31 hér í bæ. Jón bóndi Einars-
son var faðir frú Bergþóru Jóns-
dóttur að Reykjum hér við Vest-
mannabraut. Hún er að mestu heim-
ildarmaður minn um skýringar þess-
ar. Þ. Þ. V.
372
blik