Blik - 01.06.1969, Síða 377
þykkt einum rómi að hleypa strák-
um aldrei inn í herbergið okkar,
hversu sem þeir kynnu að sækja á.
Þessi samþykkt leiddi brátt til þess,
að Jóna svaf ekki nema sumar næt-
ur í herberginu hjá okkur, hver svo
sem ástæðan kann að hafa verið!
Eg segi ekkert um það. En á línu-
vertíð lagðist hún oftast á sinn eig-
in kodda um það bil, sem bátarnir
fóru á sjóinn.
Jóna var sín eigin drottning eins
og ég og átti nóttina sjálf eins og
hún Nikkulína hans Ingimundar
bæjarfógeta.
Eftir tveggja vikna gæftir kom
landlega með dansleikjum, ölvun og
ýmsu öðru. Einhverra orsaka vegna
Sú minni (ung og ósnortin mey): „Ég er
aS velta því fyrir mér, hvers vegna hann
vildi endilega fá aS vita, hvar fyllibyttan
strauk henni“. —- Sú stœrri (gömul pipar-
mey): „Nú, eru ekki allir karlmenn alltaf
svona?“
háttaði Jóna ekki í bólið sitt á kvöld-
in. Hún kvaðst koma heim til okkar
kl. 2—3 að nóttunni og brosti. Við
sögðum ekkert, því að við vorum
allar svo innilega góðar vinkonur,
enda úr Þykkvabænum og allar
jafnöldrur. Við gerðum það fyrir
Jónu að læsa ekki herberginu, þegar
þessi gállinn var á henni.
Svo bar það þá við eina nóttina,
þegar Jóna kom ekki heim í her-
bergið á venjulegum háttatíma, að
við Sigga létum það vera óaflæst og
lögðumst fyrir á venjulegum værðar-
tíma.
Sigga hefur sjálfsagt hvarflað
huga norður að Hólum til unnust-
ans, áður en hún sofnaði. Ég átti líka
mína vökudrauma, eins og ég drap
á, pínulítið snortin, þó að ekki sé
meira sagt.
Við sofnuðum vært.
Klukkan um það bil eitt um nótt-
ina hrekk ég upp úr fasta svefni við
þessi óskaplegu ólæti og hávaða í
efri kojunni hjá henni Siggu. „Farðu
til fjandans, bölvað svínið þitt,“
æpti hún og hamaðist. „Ég skal láta
lögregluna hirða þig, helvítis dón-
inn þinn og ótuktin þín.“ Ég heyrði
að Sigga var mjög æst, enda dálítið
vanstillt á köflum og taugaspennt.
Það rumdi þarna í einhverjum
uppi hjá henni Siggu. Brátt sé ég
býfu koma niður með rúmstokkn-
um, og svo aðra. Síðan datt heill
drjóli niður á gólfið, svo að buldi í.
Þetta var þá stærðar karlhlunkur,
auðsjáanlega mikið ölvaður og ó-
ræstilegur í alla staði, — verulega
BLIK
375