Blik - 01.06.1969, Page 378
rónalegur. Einhvernveginn komst
hann í skóna sína, sem hann hafði
skilið eftir á gólfinu, og fór í jakk-
ann, sem hann hafði lagt frá sér á
bekkinn hennar Jónu. Síðan snaut-
aði hann út steinþegjandi.
Eg kannaðist við peyjann og vissi,
hvar hann var til húsa í verstöðinni.
Sigga dæsti þarna í efri kojunni.
Þegar ég hafði áttað mig, rauk ég
fram úr og aflæsti herbergishurð-
inni. Síðan ræddum við atburðinn
og ástandið. Þetta höfðum við upp
úr næturgöltrinu hennar Jónu.
Okkur Siggu varð ekki svefnsamt
fram eftir nóttunni. Við ákváðum
að kæra dónann fyrir lögreglunni
næsta dag.
Daginn eftir röltum við saman til
fulltrúa lögreglustjóra og kærðum
manninn fyrir athæfið. Málinu var
vísað til yfirlögregluþjónsins og
skyldi hann halda réttarhöld í því.
Fyrst tók hann af okkur stutta
skýrslu. Síðan var víst róninn kall-
aður fyrir eða fyllirafturinn. Yfir-
lögregluþjónninn var kumpánlegur
náungi, spurull og ágengur, forvitinn
úr hófi fram og nærgöngull við vesl-
ings Siggu mína í næsta réttarhaldi.
Ég var með, henni til samlætis og
styrktar.
Hann bókaði svör í mikinn doð-
rant og spurði síðast Siggu spjör-
unum úr:
„Hvað gerði hann, þegar þér æpt-
uð?“ „Hann sló mig í höfuðið,“
sagði Sigga, „svo að mér lá við yfir-
liði.“ „Já, einmitt það, já, einmitt
það.“ Þögn. Bókað. „Já, en stúlka
góð, þér eruð mikil lánsmanneskja.
Setjum svo, að hann hefði byrjað á
því að slá yður í höfuðið,“ sagði
yfirlögregluþjónninn, „svo að liðið
hefði yfir yður. Síðan hefði dóninn
stofnað til tvíbura og þér svo ekkert
vitað, hvort þeir voru eiginlega ein-
getnir eða hvar föðurinn var að
finna.“
Sigga sat orðlaus á stólnum. Hún
undraðist bæði eitt og annað. I
námunda við svo kallað réttarfar
hafði hún aldrei komið áður. Nú, er
það þá svona? hugsaði Sigga í ein-
feldni sinni, en sagði ekkert.
„Af hverju æptuð þér svona fer-
lega, eins og vinkona yðar lét mig
bóka?“ spurði yfirlögregluþjónninn.
„Fyllirafturinn snerti mig,“ sagði
Sigga. „Nú, svo að hann snerti yð-
ur,“ sagði yfirlögregluþjónninn.
„Hvað snerti hann yður með mörg-
um fingrum?“ spurði yfirlögreglu-
þjónninn. „Með fimm fingrum,“
svaraði Sigga ör í skapi. „Nú, já, svo
að þér funduð það glögglega,“ sagði
þjónn réttvísinnar og bókaði og bók-
aði. Við það verk var hann bæði í-
bygginn og spekingslegur á svipinn
með agnarlítinn titring í öðru munn-
vikinu.
Svo kom spurningin: „Hvar snerti
hann yður?“ spurði hinn gullhnapp-
aði og spengilegi yfirlögregluþjónn.
Nú brá Siggu auðsjáanlega og
hún harðnaði á brúnina.
Eftir andartak sagði hún: „Hvar
hann snerti mig? Hafið þér rétt til
að spyrja svona eins og dóni?“ „Eins
376
BLIK