Blik - 01.06.1969, Qupperneq 379
og dóni, segið þér,“ sagði yfir-lög-
regluþjónninn og setti á sig valds-
mannssvip. „Fyrir rétti verður sann-
leikurinn að koma í ljós, hvernig sem
hann er vaxinn.“ Hann bókaði. Sigga
þagði.
„Jæja, látum okkur nú sjá,“ sagði
hann og kipraði annað munnvikið.
„Þér fáið ekkert að sjá,“ sagði
Sigga æst. „Engin læti, stúlka góð,“
sagði þjónn réttvísinnar, „við verð-
um að skoða hlutina í réttu ljósi.“
„Þér fáið hvorki að skoða hlutina í
réttu eða röngu ljósi og heldur ekki
í myrkri,“ sagði Sigga einbeittlega.
„Nú, nú, hvaða læti, hvaða læti,“
sagði yfirlögregluþjónninn strangur
á svipinn.
Eftir nokkra stund las hann: „Hún
fullyrðir, að hann hafi snert sig fimm
fingrum, þar sem sízt skyldi.“ Þá
dæsti Sigga, en sagði ekkert. „Jæja,
segjum það,“ sagði hann. „En heyr-
ið þér nú, stúlka góð, hvort munduð
þér nú heldur vilja þiggja af dónan-
um eitt þúsund í eigin pyngju í
miskabætur fyrir verknaðinn, það er
að segja tvö hundruð krónur fyrir
hvern fingur, eða hann yrði dæmd-
ur til að greiða fimm þúsund krónur
í ríkissjóð, en þér fengjuð þá ekki
neitt úr pyngju rónans?
„Fari það bölvað,“ sagði Sigga,
„þá kýs ég heldur greiðsluna til mín.“
Ekki þarf ég að orðlengja þetta.
Sigga fékk greiðsluna skilvíslega.
Með alúðarkveðju til allra Eyja-
búa.
Þórdís Snjólfsdóttir.
BLIK
„Þú hefðir getað lent ó verri stað"
Eyjabúi nokkur var kunnur fyrir
„fingralengd“, þegar hann sá sér
færi. Eitt sinn marðist þessi sami
maður illa á fingrum, svo að taka
varð af honum tvo fingur. Einar
læknir gerði að sárum mannsins og
var hann þá auðvitað svæfður. „Hvar
er ég, hvar er ég?“ spurði borgari
þessi með andfælum, þegar hann var
að komast til meðvitundar aftur eftir
svæfinguna. „Þú hefðir nú getað lent
í verri stað, vinur minn“, sagði Ein-
ar læknir. „Nú, hvað hafið þið verið
að gera við mig?“ spurði sjúklingur-
inn. „Það var nú svo sem ekki mik-
ið“, sagði læknirinn. „Við vorum
aðeins að aðstoða forsjónina við að
stytta á þér fingurna“.
Hafliði 'skáldi
Hafliði skáldi réri með Magnúsi á
Vesturhúsum á v/b Hansínu. Þar var
Hafliði lagnarmaður. Fyrir það starf
hafði hann veiði af hálfum streng til
uppbótar fyrir að leggja línuna. Síð-
ar fékk hann veiði af heilum streng
fyrir verk þetta. Hækkun þessa á
þóknuninni fyrir lagningsverkið tj áði
hann eitt sinn Erlendi heitnum á Gils-
bakka. Þá kvað Erlendur:
Happa tel ég heppinn dreng;
hann kann veiði fanga:
hefur orðið heilan streng
á Hansínu hjá Manga.
Með Hafliða skálda á Hansínu var
Olafur nokkur, sem annaðist mats-
eldina á bátnum. Þeim kom illra sant-
377
L