Blik - 01.06.1969, Síða 380
an, HafliSa og honum. Um Ölaf mat-
svein kvað Hafliði:
Fýlusokkur fer með lygð,
finnst ei nokkur hjá honum dyggS,
Afram brokkar út um byggð,
Olafur kokkur, viSurstyggð.
„Klár" í ástum ...
I ungmennafélögum í sveit átti sér
stað spurningakeppni milli tveggja
hreppa. Þetta gerðist á s.l. hausti,
nokkru eftir að bókin Astir sam-
lyndra hjóna kom fyrir almennings-
sjónir. Annað ungmennafélagið, sem
að keppninni stóð, valdi sóknarprest-
inn m. a. til þess að svara spurning-
um fyrir sinn hlut. Ekki vitum við,
hverjar eða hvernig spurningarnar
voru, en þetta kváðu þeir í sveitinni
um þátttöku prestsins í leik þessum:
f guðfræðiritum á gati hann stár, ■—
þetta gáfnaljós kirkjunnar þjóna —,
en aftur á móti er hann and .. . klár
í ástum samlyndra hjóna.
Sættust við grenið
Tveir minniháttar bændur höfðu
ekki setið á sárshöfði um langan
tíma. Svo atvikaðist það þannig, að
þeir „voru dæmdir til“ að liggja á
greni saman. Eftir þá samvinnu bar
lítið á væringum milli þeirra. Þá
kvað hagyrSingur sveitarinnar:
Saman þeir lágu og sátu um rebba;
samning þar gerðu um vináttu trygga:
Siggi ætti að hætta að stela frá Stebba,
en Stebbi að hætta að ljúga á Sigga.
Þarf ekki, — er piparsveinn
Tvær ungar og óreyndar blóma-
rósir í Eyjum höfðu saumað í sam-
einingu náttföt handa afa sínum og
ætluðu að gefa honum þau í jóla-
gjöf. Galli var á gjöf Njarðar, því
að þær höfðu gleymt að setja klauf
á náttbuxurnar.
„Nú veit ég, hvað við gerum,“
sagði Gunna hróðug. „Við saumum
önnur náttföt handa afa, en gefum
Jóni frænda þessi, því að hann þarf
enga klauf, — hann er piparsveinn.“
Ástarvísa
Áttræður öldungur hafði verið í
hjónabandi nálega 60 ár. Þá gaf
hann konunni sinni þetta vísukorn,
sem hann orti til hennar:
Þótt ellin mæði, ekki dvín
ástar hreini blossinn;
enn mér hugnast atlot þín
eins og fyrsti kossinn.
Lesari minn góður, sem e. t. v.
hefur verið giftur nokkur ár, mund-
irðu af hjarta geta tekið undir með
gamla manninum? Ef svo er, þá ertu
einstaklingur hamingjunnar.
378
BLIK