Blik - 01.06.1969, Side 389
fé, sem ríki og bær greiða árlega
samkvæmt gildandi landslögum. ■—
Þannig er staða skólans í bæjarfélag-
inu eins og staða Landakirkju t. d.
Lendur skólans voru á sínum tíma
keyptar fyrir fé úr skólasjóði. Því
til sönnunar birti ég hér afsal til
handa skólastofnuninni fyrir lóð
þeirri, sem bæjarvöldin tóku með of-
beldi af skólanum 1965. Þau létu þá
brjóta niður tröppur, sem skólinn
hafði látið gera á lóð sinni, göngu-
tröppur upp að byggingunni. Jafn-
framt létu þau brjóta niður stein-
steyptan vegg, sem skólinn hafði lát-
ið gera fyrir eigin fé til varnar lóð-
inni. Síðan létu bæjarstjórarnir
leggja einn allra fjölfarnasta veginn
í bænum um lendur skólans og í ná-
munda við hann, svo að nemendum
stafar hætta af, ef þeir dirfast að nota
afgang lóðarinnar til leikja t. d.
Með lóðaráni þessu sönnuðu bæj-
arvöldin hér undir forustu tveggja
bæjarstjóra, að þau telja skólann
réttlausan um allar eignir sínar og
höguðu þá gjörðum sínum sam-
kvæmt þeirri skoðun sinni. Þetta ger-
ist hér á sama tíma sem bæjarvöld
og aðrir forustumenn menntamála
annars staðar í bæjum landsins
hlynna sem mest og bezt að skólum
sínum og veita þeim sem allra stærst-
ar lendur umhverfis skólabygging-
arnar.
Hér birti ég svo afsalið, hina ó-
ræku sönnun fyrir því, hver er hinn
löglegi réttareigandi lóðarinnar, sem
bæjarvöldin hér tóku með hrottaskap
og ofbeldi af Gagnfræðaskólanum.
Ég undirritaður Rútur Snorrason,
Vestmannaeyjum, sel hér með og af-
sala Gagnfræðaskólanum í Vest-
mannaeyjum tún mitt, sem ber eink-
unnarstafina 37 A.P. 31 er að stærð
upprunalega 7.087 fermetrar. Það
liggur suðaustur af Landakirkju.
Kaupverðið er kr. 8000,00, -— átta
þúsundir króna, — og það hefur
kaupandinn greitt.
Kaupandi greiðir skatta og skyld-
ur af eigninni frá undirskrift þessa
afsals og nýtur arðs af henni frá
sarna tíma.
Túnið selst í því ástandi, sem það
nú er í, og hefur kaupandi kynnt sér
það.
Til staðfestu eru nöfn kaupanda og
seljanda undirrituð í viðurvist
tveggja vitundarvotta.
Vestmannaeyjum, 7. maí 1953.
Rútur Snorrason
(sign)
F. h. Gagnfræðaskólans í Vestmanna-
eyjum
Þorsteinn Þ. Víglundsson
(sign)
Vitundarvottar:
Björn Sigurðsson
Lárus Guðmundsson
Móttekið til þinglýsningar 13. maí 1953.
Eftirrit innheft XXX VII Nr. 117
Gjald: Þinggjald kr. 24,00
stimpilgj. — 192,00
Samtals kr. 216,00
tvö hundruð og sextán krónur.
Greitt d. u. s.
FreymóSur Þorsteinsson
Stimpill: Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum.
387
BLIK