Blik - 01.06.1969, Síða 391
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON
Frá Mjóafirði eystra
Ég minnist þess ekki að hafa
nokkru sinni minnzt á fæðingarsveit
rnína í þessu riti mínu. MeS myndum
þeim, sem ég biS Blik aS geyma hér
ft á MjóafirSi eystra, leyfi ég mér aS
taka upp og láta prenta nokkur orS
um byggS þessa, sem ég notaSi á
sínum tíma fyrir inngang aS afmæl-
isgrein um kunnan sveitunga minn á
sjötíu og fimm ára afmæli hans.
FæSingarsveit okkar beggja, Mjói-
fjörSur í SuSur-Múlasýslu, má muna
fífil sinn fegri um mannfjölda og
atvinnulíf. Fram meS allri hinni
löngu fjarSarströnd bjuggu góSir
bændur og atorkusamir búaliSar, —
mektarbændur, sem jafnframt bú-
skapnum ráku útgerS. Sumir þeirra
veittu aSkomufólki á sumrum mikla
og arSvænlega atvinnu. Margir voru
þeir Sunnlendingar, verkafólk og
sjómenn, sem sóttu tekjudrjúga at-
vinnu til þessara framtakssömu út-
vegsbænda á sumri hverju, og hurfu
svo, þegar hausta tók, meS drjúgan
skilding í vasanum. Athafnir, líf og
fjör ríkti hvarvetna í byggSinni, og
einn eSa fleiri árabátar gerSir út frá
hverjum bæ.
Svo hófst vélbátaútvegurinn. Eng-
ir eftirbátar um framtak og athafnir
urSu MjófirSingar þá. Þeir urSu meS
þeim fyrstu til þess aS eignast þessar
vélknúnu fiskifleytur. Sjóhús stækk-
uSu og svo aSgerSarpallar fram af
þeim. Mörgum bryggjum skaut fram
í fjörSinn innar meS firSinum, þar
sem vars gætti fyrir brimi. Brim-
lendingarbændur urSu aS notast á-
fram viS árabátana sína.
Einnig höfSu NorSmenn stórfelld-
an atvinnurekstur viS MjóafjörS á
fyrsta áratug aldarinnar, — ráku
þar tvær hvalveiSistöSvar. Ekki
skorti þar heldur líf og fjör eSa aS-
komufólk á sumrum.
Og þarna á bæjunum fram meS
allri fjarSarströndinni ólust upp
„bræSur“, stórir og stæltir harSfeng-
ismenn og hamhleypur, sem viS smá-
peyjarnir litum upp til. Blómarósir
voru þar einnig, en þeim gáfum viS
þá minrii gaum. Vöxturinn og
krafturinn í karlkyninu hreif þá hug-
ann meira.
Þarna voru þeir GrundarbræSur
úti á Dalatanganum, þar sem vitinn
lýsti og lúSurinn baulaSi í Aust-
fjarSaþokunni. Og þarna voru þeir
EldleysubræSur, engir mösulbeina-
menn, og svo HofsbræSur, Brekku-
bræSur, synir breppstjórans, Sand-
BLIK
389