Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Side 7
I. Árferði og almenn afkoma.
Tíðarfarið á árinu 1938 var yfirleitt fremur hagstætt. Loftvægið
á öllu landinu var 3,3 mm undir meðallagi. Meðalhiti ársins var
1,4° fyrir ofan meðallag, mestur að tiltölu, eða 2° vfir meðalhita, í
útsveitum norðaustanlands, en minnstur, um 1° hærri en í meðal-
iagi, sunnanlands og vestan. Sjávarhitinn við strendur landsins var
0,8° yfir meðallagi, frá 0,3° við Stykkishólm og Kjörvog til 1,5° við
Papey. Úrkoman á öllu landinu var 21% meiri en í meðallagi. Á
Vestfjörðum og Norðurlandi vestanverðu (Suðureyri—Grímsey) var
ársúrkoma 1%—2 sinnum meiri cn í meðallagi, en í öðrum stöðv-
um yfirleitt nálægt meðallagi. Mest ársúrkoma mældist í Vík i Mýr-
dal, 2394 mm, en minnst á Grímsstöðum á Fjöllum, 342 mm. Vet-
urinn 1937—1938 (des.—marz) var fremur hagstæður. Hiti var til
jafnaðar 2,6° yfir meðallagi og úrkoma 27% meiri en meðaltal, snjó-
lagstala 6 minni en 10 ára meðaltal og hagi í góðu meðallagi. Vorið
(apríl—maí) var hlýtt að tiltölu framan af, en síðar kalt með köfl-
um og óhagstætt gróðri. Hiti var 1,6° meiri en meðallag og úrkoma
í tæpu meðallagi á öllu landinu. Vorgróður byrjaði % viku fyrr en
10 ára meðaltal. Sumarið (júní—sept.) var kalt og víða óhagstætt
framan af, en hagstæðara er á leið. Lofthiti var 0,4° yfir meðallagi
og úrkoma nálægt meðallagi. Sólskinsstundir í Reykjavík voru 9
fleiri en meðaltal 15 sumra, en á Akureyri 76 færri en meðaltal 11
sumra. Haustið (okt.—nóv.) var rnilt, en óstöðugt og úrkomusamt,
lofthiti 0,9° yfir meðallagi og' úrkoma 34% meiri en i meðallagi.
Snjólag var til jafnaðar í meðallagi og hagi góður.
Árið var enn sem fyrr mjög óhagstætt atvinnuvegum landsmanna.
Landbúnaðarafurðir lækkuðu í verði, og sjúkdómar í fénaði urðu
bænduin að miklu tjóni. Þorskveiði brást enn tilfinnanlega, og þó
að síldveiði væri sæmileg, voru síldarafurðir í töluvert lægra verði
en áður. Viðskiptaörðugleikar svipaðir og næstu ár undanfarið. At-
vinnuleysi verkafólks vor nokkru meira en á síðasta ári. Kaupgjald
i landinu hélzt óbreytt. Verðlag innanlands hækkaði heldur á ár-
inu. Vísitala Hagstofunnar um framfærslulcostnað í Reykjavík var
262 (257 á síðastliðnu ári). Má marka af þessu, að almenn afkoma
landsmanna hefir sízt farið batnandi á árinu, þó að svo kunni að
hafa verið í einstökum byggðum.