Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Page 10
8
verð vinna var í þorpinu vegna byggingar hjá Kaupfélaginu og jarð-
ræktar.
Hornnfj. Afkoma héraðsbúa mátti heita góð, þó að ekki væri hún
eins góð og síðastliðið ár.
Síðu. Árið var eitt hið bezta, sem elztu menn muna, hvað tíðar-
far snerti, og þá um leið verður almenn afkoma sæmileg, því að
hún er hjá bændum svo mjög háð tíðarfarinu.
Vesímannaeyja. Árið yfirleitt hagstæðara en tvö undanfarin ár,
livað þorskveiðar snerti, en þær eru höfuðbjargræði Eyjabúa.
Eyrarbakka. Ég bvst við, að þegar á allt er litið, megi árið teljast
allsæmilegt i atvinnulegu tilliti. Þó þótti þörf á atvinnubótavinnu
liér niðri við sjóinn, og var alls varið til hennar 9—10 þúsund krón-
um í báðum þorpunum samanlagt. Þetta atvinnuleysi er ekkert nýtt
fyrirbrigði. Gamlir menn tjá mér, að svona hafi þetta verið frá ó-
munatíð.
Grimsnes. Árferði með betra móti og afkoina almennings batnandi.
Keflavíkur. Afkoma manna sizt betri en fyrra ár. Þó mun enginn
matarskortur hafa verið hjá fólki.
II. Fólksfjöldi, barnkoma og manndauði.1)
Fólksfjöldinn á öllu landinu í árslok 1938 var 118888 (117692 i
árslok 1937).2)
Lifandi fæddust 2326 (2393) börn eða 19,7%c (20,4%c).
Andvana fæddust 62 (58) börn eða 26,0%o (23,7%0) fæddra.
Manndauði á öllu landinu var 1202 (1317) menn eða 10,2%o (lt,2%0).
Á /. ári dóu 68 (77) börn eða 29,2%0 (32,8%ö) lifandi fæddra.
Hjónavígslur voru 644 (650) eða 5,4%0 (5,5%0).
/ Reykjavík var mannfjöldinn í árslok 37366 (36103).
Dánarorsakir eru samkvæmt dánarskýrslum sem hér segir:
Farsóttir:
Kverkabólga (angina tonsillaris) ................. 1
Kvefsótt (catarrhus respiratorius acutus) ... 1
Barnsfararsótt (febris puerperalis) .............. 3
Gigtsótt (febris rheumatica) ..................... 1
Iðrakvef (gastroenteritis acuta) ................. 4
Kveflungnabólga (pneumonia catarrhalis) .. 1 ^4
Taksótt (pneumonia crouposa) ................ )
Heimakoma (erysipelas) ........................... 2
Mænusótt (jioliomyelitis anterior acuta) ......... 3
Graftarsótt (septicopyaemia non puerperalis) 12
Aðrar næmar sóttir:
Sárasótt (syphilis) .............................. 1
Lungnatæring (phthisis pulmonum) ................ 75
1) Eftir upplýsingum Hagstofunnar.
2) Um fólksfjölda í einstökum héruðum sjá töflu I.