Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Page 15
13
Hesteijrar. Heilsufar gott á árinu.
Húlmavikur. Engar stórfarsóttir geisa á árinu. Heilsufar í betra lagi.
Miðfi. Kvillasamt nokkuð með köflum, en engir hættulegir far-
aldrar nema mænusóttarfaraldurinn seinni part sumars.
Blönduós. Sóttarfar með minna móti, því að engin af hinum skæðari
farsóttum gekk á árinu.
Sauðárkróks. Heilsufar hefir verið sæmileg't á þessu ári og engar
sóttir gengið.
Hofsós. Heilsufar gott allt árið.
Ólafsfi. Heilsufar má heita gott á árinu.
Svarfdæla. Heilsufar yfirleitt mjög gott 10 fyrstu mánuði ársins,
en dálítið versnandi 2 hina síðustu.
Akureijrar. Engar illkynja farsóttir gengið yfir héraðið á árinu
og heilsufar verið gott.
Höfðahverfis. Heilbrigði á árinu í meðallagi.
Reijkdæla. Miklu fleiri eru skráðir undir farsóttir en árið áður,
en ekki er þó álitið meðal almennings, að sóttarfar hafi verið með
meira móti, svo að miklu nemi.
Öxarfi. Heilsufar yfirleitt heldur gott.
Vopnafi. Heilsufar yfirleitt gott í héraðinu.
Hróarstungu. Mjög svipað og undanfarið. Farsóttir ekki teljandi
nema kvef og' kverkabólga.
Seyðisfj. Almennt heilsufar gott á árinu. Engar verulegar farsóttir.
Norðfi. Árið 1938 var allt frá upphafi til enda óvenju kvillasamt.
Yfirghæfðu kvefsóttirnar.
Reijðarfi. Almenn heilbrigði ineð betra móti, og hafa engar far-
sóttir gengið nema lélt inflúenza í júní—ágúst.
Fáskrúðsfi. Heilsufar virðist yfirleitl hafa verið gott.
Rerufi. Heilsufar frekar gott, einkum fyrri og síðari hluta ársins.
Hornafi. Með minnsta móti af farsóttum, en þó talsvert sjúkhallt.
Siðu. Heilbrigði með betra móti, einkum seinni hiuta ársins.
Mýrdals. Heilsufar allgott. Enginn sérstakur faraldur.
Egrarbakka. Ýmsar farsóttir gerðu meira og minna vart við sig'
allan ársins hring, en ekki var um neinn áberandi faraldur að ræða
og mátti þvi mannheilt kallast í meðallagi.
Grímsnes. Heilsufar gott.
Keflavikur. Heilsufar í betra lagi allt árið.
A. Farsóttir.
Töflur II, III og IV, 1—27.
1. Kverkabólga (angina tonsillaris).
Töflur II, III og IV, 1.
S júklingafiöldi 1929—1938:
1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938
Sjúkl......... 5249 5415 5151 4330 3909 4090 6036 4175 6713 6417
Dánir................. „ „ „ „ „ 1 1 1 1