Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Page 16
14
Svipaður sjúklingafjöldi og næstliðið ár. Óvíðast með faraldurs-
sniði, þó að komið hafi það fyrir. Er þá veikin oft jafnframt illkynj-
aðri en ella og' samfara öðrum ígerðarsóttum (Reyðarfj., Síðu,
Laugarvatnsskóli).
Læknar iáta þessa g'etið:
Skipaskaga. Hálsbólga stungið sér niður lítils háttar allt árið.
Borgarfí. Ekki verulegur faraldur. Þó var nokkuð um fylgikvilla
(nephritis, pyelitis).
Borgarnes. Nokkur tilfelli, einkum í september.
Ólafsvíkur. Væg tilfelli, dreifð um allt árið.
Dala. Örfá væg tilfelli.
Þingeyrar. Stungið sér niður allt árið. Með vægasta og fæsta móti.
Flateyrar. Fyrri mánuði ársins var hér á ferðinni slæm hálsbólga,
sem margir fengu, þó að fáir leituðu læknis.
Hóls. Hálsbólga stakk sér niður.
ísafj. Er hér alla mánuði ársins.
Ögur. Fá væg tilfelli í ágúst.
Hólmavíkur. Venju fremur tíð, einkum framan af árinu. ígerðir
komu fyrir í sambandi við hana, svo að læknisaðgerðar þurfti, en
ekki mjög illkynjaðar.
Miðfj. Kverkabólga gerir talsvert vart við sig i'lesta mánuði ársins,
og má telja, að stundum hafi verið faraldur að henni.
Blömluós. Stakk sér niður öðru hverju og gekk sem faraldur í okt-
óbermánuði, aðallega á börnum.
Hofsós. Hefir stungið sér niður allt árið.
Ólafsfj. Gerði vart við sig i öllum mánuðum ársins nema janúar,
maí og júní.
Svarfdæla. Dálítill faraldur í september, og gróf í hálsi á nokkrum.
Akureyrar. Aldrei orðið sérstaklega illkynjuð.
Höfðahverfis. Stakk sér niður allt af öðru hverju allt árið, en gekk
aldrei sein faraldur.
Reykdæla. Eitthvað um kverkabólgu alla mánuði ársins. Mest kvað
að henni í október og nóvember, aðallega í Laugaskóla.
Seyðisfj. Stakk sér niður alla mánuði ársins.
Reyðarfj. Var hér flesta mánuði ársins, einkum seinni hluta sum-
ars og í október, sem þungur, en ekki útbreiddur faraldur. 12 þess-
ara sjúklinga fengu nephritis acuta haemorrhagica og voru þungt
haldnir. Dró það, ásamt fleiri fylgikvillum, 1 sjúkling, 15 ára pilt,
til dauða.
Berufj. Aðeins fá tilfelli, öll væg.
Iiornafj. Fæstir sjúklingar síðan 1931.
Siðu. Hálsbólga barst með manni í júní. Kom hann frá Vestmanna-
eyjum og lagðist strax, er hann kom heim til sin. Hún hefir verið
illkynjuð, hiti yfir 40° í byrjun og verið upp undir viku hitahækk-
un í suinum. Um þessar mundir gróf í hverri skeinu, og voru mörg
tilfelli af purulent adenitis. Þannig gróf í regio poplitea á krakka,
sem hafði haft smáskeinu á fæti undan skó, en var gróin. Einnig
komu fyrir nokkur tilfelli af illkynjuðum ígerðum í andliti, einnig
fingurmeinum með sogæðabólgu. Við smásjárannsókn fundust nærri