Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Qupperneq 17
15
C'ingöngu streptococcar. Oft varð ekkert samband rakið milli þessa
igerðarfaraldurs og hálsbólgunnar, en mér þykir líklegt, að hann hafi
verið af sömu rót runninn.
Mýrdals. Á víð og dreif.
Vestmannaeyja. Gengið með köflum eins og undanfarin ár.
Eyrarbakka. Á einu heimili var um að ræða illkynjaða angina
phlegmonosa í 3 systkinum. Varð að rista í bólguna á öllum sjúkling-
unuin og' beggja vegna á einu þeirra.
Grímsnes. Greinilegur faraldur síðustu mánuði ársins, einkum í
Laugarvatnsskóla. Fengu margir ígerð í eyrun, og nokkuð bar á
adenitis á hálsi.
Keflavíkur. Væg kverkabólga meira og minna alla mánuði ársins,
cn engir fylgikvillar.
2. Kvefsótt (catarrhus respiratorius acutus).
Töflur II, III og IV, 2.
Sjúklingafjöldi 1929—1938:
1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938
Sjúkl. .. 6720 10255 8549 9568 9112 9716 9829 10968 16476 14320
Dánir 5 5 „ 2 1 3 1 2 2 1
Margir sjúklingar skráðir, þó að færri séu en á síðastliðnu ári og
óvíða um eiginlega faraldra að ræða nema á Austurlandi.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Kvefsóttin færðist í aukana með haustinu.
Borgarfj. Mun hafa verið kvefár í meðallagi.
Borgarnes. Nokkur kvefsóttartilfelli alla mánuðina, einkum í vor-
kuldunum, en yfirleitt voru kveföldurnar með minnsta og vægasta
móti þetta ár.
Ólafsvíkur. Allt árið öðru hverju, freniur væg'.
Dala. Gerði vart við sig flesta mánuði ársins, en var væg.
Flateyjar. Kvefpest barst hingað í vor sem leið og var svo að smá-
tína menn upp í héraðinu allt fram um áramót. Lagðist einkum þungt
á börn, en því vægar á fólk, sem aldur var hærri. Sum þessara tilfella
hefi ég talið inflúenzu. Eitt barn á 1. ári fékk vonda kveflungnabólgu,
og 5 eða 6 börn önnur fengu væga lungnabólgu sams konar eða vonda
bronchitis capillaris, langoftast hægra megin að aftan og neðan. Áber-
andi langdreginn afturbati.
Þingeyrar. Stungið sér niður öðru hverju. Engir sérstakir faraldr-
ar. Haust- og vorlcvef ekki gert vart við sig að þessu sinni.
Flateyrar. Kvef viðloðandi alla fyrri mánuði ársins.
ísafj. Er alla mánuði ársins.
Ögur. Nokkur tilfelli um sumarið.
Hólmavíkur. Öðru hverju allt árið, en fremur meinlaus.
Miðfj. Verður, eins og venja er til, nokkuð vart allt árið, og er far-
aldur að henni í mai—júní, en ekki var hún skæð.
Blönduós. Viðloðandi alla mánuði ársins, einkum vorið og haustið.
Hofsós. Nokkur tilfelli mánaðarlega allt árið.