Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 18
16
Ólafsff. Bar mest á kvefi í júní og júlí, annars einstaka tilfelli í
flestum mánuðum ársins.
Svarfdæla. Gerði nokkuð vart við sig allt árið, en varð ekki farald-
ur til muna fyrr en í desember, og ekki bar mikið á fylgilcvillum.
Akureyrar. Aldrei sérstaklega illkvnjuð.
Höföahverfis. Alltaf öðru hverju að stinga sér niður.
Reykdæla. Flestir slcráðir í nóvember og desember. Annars getur
leikið vafi á því, hvort telja skuli það, sem skráð er undir inflúenzu
i ágúst og' október, frekar til hennar eða illkynjaðrar kvefsóttar.
Öxarfj. Fyrri hluta árs lítið um kvef —- vægur slæðingur stundum
— en seint í júní barst illkynjuð kvefpest frá Húsavik norður í
Kelduhverfi og um sama leyti til Raufarhafnar, óvíst hvaðan. Á Rauf-
arhöfn gekk þetta í byrjun hraðar yfir, og þar var stundum kvef-
laust, eftir að kom fram í ágúst. Annars gekk þessi faraldur í hérað-
inu til ársloka, og er, að ég hygg, enn á ferð. Pest þessi var mjög
næm og fór hægt yfir. Lagðist misþungt á heimili og misþungt á
fólk innan sama heimilis. Ef nokkuð kvað að lienni, var hún fram-
úrskarandi þrálát. Ýmsir lágu svo vikum skipti, nokkrir í 3—4 mán-
uði. Fylgikvillar tíðir nokkuð, svo sem hlustarverkur, blóðnasir,
kverkaskítur, stundum svo, að hálsbólgan var aðaleinkennið. Þá og
svæsnar neuralgiae. f september var mjög farið að draga úr þessari
pest, og var hún þá víða enn ókomin. Hin mikla umferð og mann-
blöndun í sláturtíðinni olli því, að hún blossaði upp á ný. í desember
barst inn faraldur frá Akureyri, mun hraðskreiðari og svæsnari,
en náði lítilli útbreiðslu. Held ég það aðra mynd hins sama og marka
af þvi, að menn, er voru að losna við okkar „innlendu" pest, tóku
þessa ekki.
Seyðisfj. Ivvefsótt dreifð yfir flesta mánuði ársins, flest tilfelli í
júlí. Þann mánuð virtist beinlínis vera um faraldur að ræða, sem
hagaði sér nokkuð öðruvísi en ella. Sérstaklega voru sjúklingar leng'i
að ná sér á eftir, þó að ekki væri um neina fylgikvilla að ræða. Vel
befði mátt kalla þetta inflúenzu.
Norðfj. Áreiðanlega mesta kvefár, sem fyrir mig hefir komið. Var
aldrei kveflaust, og langt frá því, allt árið. Alveg óvenju algengt, að
menn fengju „kvef ofan í kvef“ og sumir oft. Fylgikvillar ekki tíðir
utan lungna — fáir með sinuitis og otitis. Bronchitis mjög algeng og
nokkrar bólgur.
Reyðarfj. Allt árið, eins og vant er, en ekki sundurgreind frá in-
flúenzu þá mánuði, sem hún gekk. Fæst kvefsóttartilfelli koma á
skrá eftir þeim kynstrum að dæma, sem selt er af „hóstasaft“ og
„kvefmeðulum“ yfir árið.
Berufj. Kvefsóttar frekar Iítið orðið vart, en þó einkum framan
af árinu.
Hornafj. Nokkuð jafndreift um allt árið, nema í des., en þá er
faraldur í uppsiglingu.
Síðu. Varð vart alla sumarmánuðina og fór hægt yfir.
Mýrdals. Enginn sérstakur faraldur, helzt um vormánuðina.
Vestmannaeijja. Hegðað sér likt og undanfarin ár. Með aðkomu-
mönnum í haust barst hingað kvefsótt í nóvember, sem breiddist