Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Page 19
17
fljótt út og varð mjög útbreidd í desember, Lagðist veikin einkum
á börn, en yfirleitt miklu vægar á eldra fólk. Bar á lungnabólgu og
eyrnabólgu upp úr veikinni.
Grimsnes. Varð vart allt árið. Mátti sjá greinilega faraldra, sem
svo runnu saman. í mörgum tilfellum virtist faraldurinn Iíkjast in-
flúenzu, einkum í Laugarvatnsskóla í nóvember.
Iíeflavikur. Kveffaraldur meiri og' minni allt árið, en yfirleitt léttur.
3. Barnaveiki (diphtheria).
Töflur II, III og IV, 3.
S júklingafiöldi 1929—1938:
1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938
Sjúkl........ 6 9 14 10 3 1 68 68 8
Dánir ....... 2 1 1 „ „ „ 4 3 2
Varð ekki vart á árinu.
Læknar láta jiessa getið:
Hornafi. Hefir ekki komið fyrir hér í minni tíð og sennilega ekki
það sem af er þessari öld.
4. Blóðsótt (dysenteria).
Töflur II, III og IV, 4.
Sjúklingafiöldi 1929—1938:
1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938
Sjúld........ 65 26 153 780 167 10 30 8 48 12
Dánir ....... „ „ 1 4 3 „ „ 1 „ „
Er aðeins getið í einu héraði, Akureyrar, þar sem lítils háttar far-
aldurs varð vart í janúar, og er þetta annað árið, sem sjúkdómsins
getur í þessu eina héraði.
Læknar láta þessa getið:
Hornafi. Blóðsótt hefi ég ekki rekizt á hér.
5. Barnsfararsótt (febris puerperalis).
Töflur II, III og IV, 5.
S júklingafiöldi 1929—1938:
1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938
Sjúkl........ 18 14 15 9 9 3 6 6 9 9
Dúnir ....... 1 5 3 1 3 2 3 1 3 3
Á mánaðarskrám er getið þessara 9 sjúklinga í 5 héruðum, en er
ekki nákvæmlega talið fram, því að í ársyfirliti um barnsfarir er auk
þess getið um 4 sjúklinga í jafnmörgum héruðum (Stykkishólms,
Flateyrar, Berufj. og Hornafj.).
Læknar láta þessa getið:
Öxarfi. Kona, 35 ára, fékk hita 9—10 dögum eftir fæðingu, og þá
3