Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Qupperneq 20
18
háan, er stóð um 6 vikur, en hún lá mjög lengi. Fékk afarmikla æða-
hólgu í kálfa, læri og væntanlega grindarhol. Prontosil virtist koma
að góðum notum. 2 giftum konum leystist höfn og' fengu febr. puer-
peralis. Um upphaf er ég ekki fróður, og ekki var leitað til ljós-
rnæðra. Til handlæknisaðgerða kom ekki, og báðum batnaði.
Berufj. 1 kona fékk veikina. Veiktist daginn áður en hún fæddi.
Batnaði fljótt og vel.
Hornnfj. 1 kona fékk æðastíflu í vinstri fót viku eftir spontan fæð-
ingu. Batnaði, en fékk löngu síðar furunculosis á fótinn og genitalia,
og fóturinn alltaf ödematös. Síðan ég kom hér, hefir tvisvar komið
fyrir smávegis endometritis: 1931 eftir sitjandafæðingu með fram-
drætti og' 1937 eftir spontan tvíburafæðingu.
Vestmannaeyja. Veikinnar ekki orðið vart í héraðinu á árinu né
nokkur undanfarin ár.
6. Gigtsótt (febris rheumatica).
Töflur II, III og IV, 6.
S júklingafjöldi 1929—1938:
1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938
Sjúkl......... 214 257 1(57 167 128 147 160 91 97 105
Dánir ........ „ „ „ 1 1 1 2 2 1 1
Læknar láta þessa getið:
Hólmavíkur. Nokkur tilfelli, einkum ungt fólk. Þrálátur og leiður
kvilli, sem helzt lætur undan góðri meðferð og aðbúnaði.
Reykdæla. 2 sjúklingar skráðir alvarlega veikir og sjálfsagt báðir
með endocarditis.
Öxarfj. Hefir verið hér sjaldgæf, en í ár sýktust 3, og var kynlegt,
að af þeim voru 2 gamlar konur, önnur á áttræðis-, hin á níræðis-
aldri. Höfðu ekki fengið þenna sjúkdóm fyrr.
Hornajj. Mjög sjaldgæf hér.
Siðu. 1 kona var þungt haldin.
7. Taugaveiki (febris typhoidea).
Töflur II, III og IV, 7.
S júklingafjöldi 1929—1938:
1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938
Sjúld......... 28 23 48 65 11 19 24 9 20 3
Dánir ........ 2 1 6 3 2 „ 1 „ 2 „
Minna um taugaveiki en nokkurn tíma áður um langan aldur. Fln
engan veginn er tryggt enn, að til faraldra geti ekki dregið, og j)á
aldrei meiri hætta en nú á stórfaröldrum í sambandi við síaukna
mjólkurflutninga í þorp og kaupstaði, einkum ef út af ber með geril-
sneyðingu í Reykjavík og annars staðar í miklu fjölbýli. Er aldrei
of oft ámálgað, að læknar séu hér vel á verði.
I