Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Side 21
19
Læknar láta þessa getið:
Ólafsvíkur. Taugaveikissmitberar eru mér vitanlega ekki til í
béraðinu.
Dala. Enginn grunur uin smitbera.
Blönduós. Hefir nú ekki gert vart við sig, síðan ég tók gallblöðr-
ima úr öðrum smitberanum og einangraði hinn i húsi út af fyrir sig.
Sauðárkróks. Þessa sjúkdóms hefir ekki orðið vart. í héraðinu þó
2 sýkilberar.
Hornafj. Ekki komið hér í síðustu 20 árin.
Vestnmnnaeyja. Smitun frá smitberanum O. B.-dóttur í árslok 1937,
og má það teljast slembilukka, að útbreiðsla skyldi ekki þar af
Iiljótast. Sóttberinn þarf að komast á afskekktari stað en hann hefir
verið á, og það getur orðið nógu dýru verði keypt að hafa hann þar,
sem hann nú er, því að það hefir sýnt sig, að hann fylgir ekki sett-
um reglum, þó að hann hafi ef til vill einhverjum umbótum tekið
eftir síðustu smitun.
Grímsnes. Smitberi A. Þ.-dóttir, sá sami og' undanfarin ár.
Keflavíkur. í Keflavík sami smitberi og áður er getið. Gengur að
útivinnu, en er látinn gæta varúðar um þvag og saur.
8. Iðrakvef (gastroenteritis acuta).
Töflur II, III og IV, 8.
Sjúklingafjöldi 1929—1938:
1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938
Sjúkl......... 2515 2037 3138 2523 3200 1585 1790 1740 1635 1961
Lánir ........ 4 4 5 1 8 1 „ 2 „ 4
Óviðast eiginlegir faraldrar, þó að farsótt sé kölluð. Héraðslæknir-
inn í Hornafjarðarhéraði getur enn um hinn einkennilega faraldur,
er hann greinir frá í síðustu ársskýrslu og telur hér undir með vafa-
sönium rökum. Hefði verið ástæða til að rannsaka sótt þessa nánar,
°g niá læknum ekki gleymast, að þeir eiga greiðan aðgang að Rann-
sóknarstofu Háskólans um alla aðstoð, þegar slík vafaatriði ber að
höndum.
Læknar láta þessa getið:
Borgarfj. Enginn teljandi faraldur.
Borgarnes. Iðrakvef gerði vart við sig flesta mánuðina. Virtist aðal-
lega stafa af kulda eða matarbreytingum, og gat naumast heitið, að
um farsótt væri nokkurn tíma að ræða.
Dala. Varð aðeins vart á árinu, en enginn faraldur.
Hóls. Iðrabólga stakk sér niður.
Ögur. Nokkur væg tilfelli í ágúst.
Hólmavíkur. Lítil brögð að veikinni á þessu ári.
Miðfj. Iðrakvef stingur sér niður við og við. Var smáfaraldur að
því í september. Vægt.
Hofsós. Nokkur tilfelli á víð og dreif.
Ólafsfj. Iðrakvef gekk hér allslæmt, og kvað aðallega að því í
ágúst—nóvember.