Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Qupperneq 25
23
þann dag allan í votabandi. Um kvöldið veiktist hún hastarlega, og
var mín þá vitjað til hennar. Hafði hún þá mjög háan hita og afar-
hraðan púls, en meðvitund var sljó og' mikið lungnaödem komið. Hún
úó undir morguninn, þrátt ívrir öfluga stimulatio á hjartað, sem
hefir orðið ofraun hin áframhaldandi áreynsla.
Reykdæla. Mun vera fágæt. Gömul kona dó úr henni.
Seyðisjj. Empyema pleurae (15 ára stúlka), sem upp úr kvef-
lungnabólgu komst alveg' í dauðann. Virtist prontosil — bæði pr. os
og endopleuralt, ásamt aspiratio — algerlega bjarga sjúklingnum og
það bæði fljótt og vel. I fyrsta sinn, sem þetta meðal var notað hér.
Vestmannaeyja. Bar mest á þessari veiki síðari hluta ársins, eink-
vim upp úr kvefsótt undir árainótin, sérstaklega á börnum.
Grímsnes. Ekki var mikið um kveflungnabólgu.
2. U m t a k s ó 11:
Miðfj. 2 tilfelli skráð, hvort tveggja rosknir menn. Annar dó.
Reykdæla. í 6 tilfellum er taksótt skráð sem sérstakur sjúkdómur.
Þar að auki hefir hún tvisvar sinnum verið í sambandi við inflúenzu.
Grímsnes. Jafnmörg tilfelli hafa aldrei komið á einu ári í héraðinu,
siðan ég kom hingað. Enginn dó úr veikinni, enda mátti hún teljast
væg. 1 tilfelli er mér sérstaklega minnisstætt. Var það piltur uin
tvítug't, sem veiktist í byrjun júlí uppi á öræfum sunnan Langjökuls,
þar sem hann var að vinna við mæðiveikisgirðingu ásamt fleirum
mönnum. Lá hann í tjaldi með óráði og 40° hita. Reynt hafði verið
að hita upp tjaldið með prímus, sem spillti loftinu mikið. Lét ég
tjalda öðru stærra tjaldi utan yfir hitt tjaldið og kynda prímusinn
ínilli tjaldanna. Við það batnaði loftið í innra tjaldinu, og hitinn
varð jafnari inni. Á 8. degi féll hitinn í piltinum.
14. Itauðir hundar (rubeolae).
Töflur II, III og IV, 14.
Sjúklingafjöldi 1929—1938:
1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938
Sjúkl........ 29 102 368 24 9 3 9 9 32 55
Telst nú aftur með meira móti og aðallega í ísafjarðar-, Mýrdals-
og Keflavíkurhéruðum, þar sem heita má, að verið hafi smáfaraldrar.
En oft vill sjúkdómsgreining þessa kvilla vera vafasöni.
Læknar láta þessa getið:
Hofsós. Vart örfárra tilfella í sumar.
Mýrdals. Óvíst um uppruna.
15. Skarlatssótt (scarlatina).
Töflur II, III og IV, 15.
S júklingafjöldi 1929—1938:
1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938
10 204 336 624 426 900 109 70 288 197
„ 3 6 17 6 22 2 2
Sjúkl.
Dánir