Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 26
24
Skarlatssótt enn landlæg í Reykjavík, þar sem mestur hluti sjúk-
linganna er skráður. Annars stingur hún sér helzt niður á Norðurlandi.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Kom upp hér á Akranesi í október (barn frá Reykja-
vík). Sjúklingurinn sendur til Reykjavíkur, einangraður undir eftir-
liti á leiðinni, en heiniilið einangrað í viku og síðan sótthreinsað. í
nóvember komu aftur fyrir 2 tilfelli, og varð ekki rakið með vissu,
hvaðan þau hafi komið, en að líkinduin frá Reykjavík.
Flategrar. í marz 2 tilfelli af scarlatina, án þess að hægt væri að
grafa upp smitunarmöguleika. Þetta voru börn á barnmörgu heimili,
og höfðu systkini þeirra nokkrum dögum áður legið í hálsbólgu.
Mér finnst því ástæða til að halda, að eitthvað af hálsbólgunni,
sein gekk hér í marz, hafi verið væg scarlatina án exanthema.
Akureyrar. Kom á 1 bæ í héraðinu í aprílmánuði og barst austan
úr Laugaskóla með jiilti, sem verið hafði í skólanum. Veikin breidd-
ist ekki út fyrir þenna eina bæ vegna sóttvarnarráðstafana, sem
gerðar voru þegar í stað. í október komu 2 tilfelli af skarlatssótt í
Akureyrarbæ, og liefir veikin þá líklega borizt frá Siglufirði. Báðir
þessir sjúklingar voru einangraðir, og breiddist veikin ekki meira úl.
Reykdæla. 6 tilfelli skráð í janúar og febrúar og 5 í nóvember.
Það má segja fólki til lasts, að það er mjög kærulaust um sótt-
varnir, sérstaklega í Skútustaðahreppi. Veikin lagðist ekki þungt á
neinn sjúkling.
16. Kikhósti (tussis convulsiva).
Töflur II. III og IV, 16.
S jáklingafjöldi 1 <129—1938:
1929 1930 1931 1932 1933 1931 1935 1936 1937 1938
Sjúkl......... 3 10 277 „ „ „ 8267 88
Lánir ........ „ „ 2 „ „ „ 123 1
Kikhósta varð ekki vart á árinu.
17. Svefnsýki (encephalitis lethargica).
Töflur II, III og IV, 17.
Sjúklingafjöldi 1929—1938:
1929 1930 1931 1932 1933 193-1 1935 1936 1937 1938
Sjúkl........ 7 8 14 14 13 7 6 3 15 2
Dánir ....... „ 2 „ 1 2 1 3 „ 1 „
Aðeins getið í Akureyrarhéraði.
18. Heimakoma (erysipelas).
Töflur II, III og IV, 18.
S júklingafjöldi 1929—1938:
1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938
Sjúld........ 43 34 31 43 37 65 122 59 72 62
Dánir ....... 1 „ 1 1 2 „ 4 4 3 2