Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Page 27
25
Læknar láta þessa getið:
Ögur. 1 tilfelli (faciei et capitis), en allþungt. Skjót lækning eftir
prontosil. rubr. per os.
Hesteijrar. Kona yfir fimmtugt. Fékk stóra ígerð í extr. inf. dextr.
og erysipelas út frá hælsæri. Lá rúmföst alla sumarmánuðina, en fór
batnandi úr því.
tílönduós. 1 sjúklingur. Veikin væg og batnaði fljótlega við prontosil.
Hornarf). Aðeins 1 væg't tilfelli hér i minni tíð.
Eijrarbakká. Prontosil var notað við alla sjúklingana og að því er
virðist með mjög góðum og skjótum árangri.
19. Þrimlasótt (erythema nodosum).
Töflur II, III og IV, 19.
S j úklin ga fjöld i 1929—1938:
1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938
Sjúld........ 27 25 28 31 37 25 15 13 10 12
Skráðir sjúklingar færri hin síðari ár en áður. Skrásetningu að
vísu varlega treystandi, en verið getur, að hér sjáist einhver vottur
minnkandi berklasmitunar.
Læknar láta þessa getið:
Ólafsf). 1 barn fékk veikina og var Pirqet -4- bæði á undan og eftir.
Vopnafj. 1 sjúklingur skrásettur. Annars er þessi sjúkdómur næsta
fátíður hér.
Seyðisfj. 5 ára barn fékk veikina eflaust eftir berklasmitun af
sjúklingi, sem uppgötvaðist í umhverfi barnsins um sama leyti.
Regðarfj. Tíðari en skýrslur sýna.
Vestmannaeijja. Mér er kunnugt um 1 tilfelli á árinu, þar sem
berklaveikissmitun lá til grundvallar. Hafðist upp á smitberanum.
Eijrarbakka. Sjúklingar 2. Þeir reyndust báðir Pirquet +, og við
röntgenskoðun kom í ljós, að þeir voru báðir með virka berklaveiki.
Annar hafði mikla hilitis, en hinn var auk þess með þrotabletti í lunga.
20. Ristill (herpes zoster).
Töflur II. III og IV, 20.
Sjúklingafjöldi 1929—1938:
1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938
Sjúkl........ „ 7 3 14 19 20 72 47 64 62
Læknar láta þessa getið:
Síðu. Gerir oftast eitthvað vart við sig.
Eijrarbakka. Enginn farsóttarbragur er á þessum kvilla.
21. Gulusótt (icterus epidemicus).
Töflur II. III og IV, 21.
S júklingafjöldi 1929—1938:
1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938
Sjúkl........ 240 478 89 199 62 21 6 43 72 33
Stakk sér aðallega niður á Norðurlandi austanverðu.
4