Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Page 29
ustu mánuði ársins. Mér var í fyrstu ekki fyllilega ljóst, hvað um
var að ræða, og komu sjúkdómstilfellin 3, er mín var vitjað til, því
ckki á mánaðarskrá. Sum tilfellin voru allhastarleg. Flestir veiktust
skyndilega með háum hita, 40°, og sárum verk neðarlega á thorax.
Einnig stundum verkur í útlimum. Engin local einkenni fundust
nema suins staðar eyinsli við palpation. Þar sem þessi sjúkdómnr
á ekki neitt skylt við pleura, virðist ekki ástæða til að halda lengur
i gamla nafnið pleuritis epidemica.
Hólmavíkur. 4 tilfelli um hásumarið og um svipað leyti. í öllum
allhár hiti nokkra daga, tak og greinileg núningshljóð.
Ólafsfí. í flestum skráðu tilfellunum var hiti um og yfir 39°. Sting-
ur mjög mikill, líkt og við byrjandi taksótt. í nokkrum tilfellum
stóð hitinn í 3—4 daga, og virtist öllu vera lokið, en eftir jafn langan
tima endurtók sama sagan sig aftur. Einstaka maður kenndi þraut-
ar við og við næstu mánuði. I engu tilfelli gat ég greint núningshljóð.
25. Mænusótt (poliomyelitis anterior acuta).
Töflur II, III og IV, 25.
Sjúklingafíöldi 1929—1938:
1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938
Sjúkl. . . . 8 9 11 81 3 7 300 53 5 81
Dánir .. . 1 1 • 15 1 1 29 5 2 3
Mænusóttar verður vart í 10 héruðum. Eins og oft áður kvað
langmest að henni á Norðurlandi og nú einkum vestan til, aðallega
i Miðfirði, þar sem heita mátti mikill faraldur. Aid< þess stakk hún
sér einkum niður á Suðurlandsundirlendinu, í Vestmannaeyjum og
einnig í Reykjavik. Eins og títt er, liófst faraldurinn seint á sumri
og gætir lítið í kaupstöðum. Að minnsta kosti sumir sjúklingarnir í
Reykjavík munu hafa verið nýkomnir úr sveit eða sveitafólk á ferð
þar. Veikin mun yfirleitt hafa verið væg og var óvenju lítið mannskæð.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. 1 tilfelli (barn). Væg't, og barnið að mestu búið að
ná sér aftur. Einangrað og sótthreinsað.
Hóls. Ekkert borið hér á barnalömunarveiki síðan sumarið 1935,
þar til á þessu ári, að 3 sjúklingar hafa verið skráðir með þá veiki.
Fjögra ára gamalt stúlkubarn hafði verið eitthvað lasið, og aðstand-
endur álitu, að sótthiti hefði verið í byrjun. Þó var hitinn aldrei
mældur. Barnið hresstist brátt, en þá kom allt í einu og að óvörum
lömun í hæg'ri handlegg þess. Var þá komið með barnið til læknis-
ins. Reyndust lamaðir þeir vöðvar, er lyfta öxlinni. Síðan fékk telpan
nuddlækningu um mánaðar tíma, og hefir henni verið að fara fram
til þessa. Næsti sjúklingur skrásettur í sama mánuði (október),
karlmaður, 30 ára. Hafði hann lengi haft berkla í nýrum og hægra
hné og verið rúmlægur. Dag einn kvartar hann yfir því, að hann
geti ekki hreyft hið minnsta veika fótinn. Tilfinning reyndist eðli-
leg, en lamanir voru greinilegar, og hélzt þetta óbreytt, þar til sjúk-
lingurinn dó úr sínurn fyrra sjúkdómi. Þriðji sjúklingurinn, 38 ára