Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 32
30
komið fyrir víðar. Það er víst enginn vafi á því, að væg tilfelli hafa
átt sér stað miklu fleiri en ég veit um.
Vestmannaeyja. 3 tilfelli á árinu, 2 börn og' 1 karlmaður, rúmlega
30 ára, sem er rnikið máttlaus í vinstra fæti. Hvaðan veiki sú er
komin, verður ekki vitað. llm svipað leyti og þessir sjúklingar veikt-
ust, gekk hér hitafaraldur í börnum og unglingum, sem ég grunaði
mjög um að vera mænusótt án lömunareinkenna. Veikin hófst snögg'-
lega með ríg' í hálsi, kverkaþrota, beinverkjum og háum sótthita,
en batnaði eftir 3—4 daga. Sjúklingarnir voru sumir lengi að ná sér.
Eyrarbakkn. 5 ára gamalt barn í Ölfusinu. Ég sá ekki sjúklinginn,
en læknir, sem skoðaði hann, taldi, að um mænusótt væri að ræða.
Lamanir komu engar fram, og var barnið orðið jafngott eftir rúma
viku.
Grímsnes. 1 tilfelli skráð í ágústmánuði. Var það stúlka um tví-
tugt. Fékk hún peroneuslömun á báðum fótum, einkum þeim vinstri.
Er vafasamt um fullan bata. Nokkru áður hafði faðir stúlkunnar
komið til mín að leita ráða fyrir systur hennar, sem hafði ríg í hálsi.
Datt mér þá ekki mænuveiki í hug', því að ég vissi hennar hvergi
von. Tel ég vafalaust, að þetta hafi einnig verið mænusótt. Annars
staðar varð veikinnar ekki vart.
26. Munnangur (stomatitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 26.
,S júklingafiöldi 1929—1938:
1929 1930 1931 1932 1933 1931 1935 1936 1937 1938
Sjúkl......... 21 71 66 112 181 218 140 171 109 145
Læknar láta jiessa getið:
Ögur. Nokkur væg' tilfelli um sumarið.
Hólmavíkur. Mun hafa verið algengari en sjúkraskrár bera með sér.
Fylgdi henni hiti og' sár í munni ca. vikutíma.
Höfðahverfis. Kom hér upp á 1 bæ fyrri partinn í vetur, og veiktust
þar 2 börn. Fékk annað þeirra háan hita. Veikin breiddist ekki út.
fíeyðarfi. Munnangur stakk sér niður líkt og vant var.
Hornafi. Kom fyrir tvisvar með löngu millibili. í bæði skiptin
veiktust 2 systkin samtímis.
Síðu. Stakk sér lítils háttar niður.
Vestmannaeyja. Veit um 4 tilfelli á árinu, þar af 2 börn smituð
í Reykjavík.
27. Hlaupabóla (varicellae).
Töflur II, III og IV, 27.
Sjúklingafiöldi 1929—1938:
1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938
Sjúkl......... 157 101 184 201 351 315 178 256 292 385
Hlaupabólu gætir ineð meira móti og gengur víða um land. Sneiðir
aðallega hjá afskekktustu héruðunum.