Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Síða 34
32
íylungaveiði á öðrum stöðum í héraðinu, t. d. Reynishverfi, en það
er hverfandi hjá hinu.
Vestmannaeyja. Til svars bréfi landlæknis, dags. 30. nóv. f. á., í
sambandi við lungnabólgufarsótt, sem undanfarin ár hefir gert vart
við sig' í Færeyjum og' líkur benda til, að sé páfagaukapest, en að
fýlungi valdi smituninni, vil ég' geta þess, að ég hefi ekki, með því
að spyrja eldra fólk, orðið þess áskynja, að kvenfólk, sem ungana
reytir, hafi á þeim tíma veikzt, né heldur karlmenn, sem veiðiskap
stunda. Ég' mun eftirleiðis hafa vakandi auga á þessari hættu og
taka sérstaklega til greina heilsufar þeirra, sem að þessu lcoma um
fýlatekjutímann upp úr miðjum ágústmánuði á ári hverju, og' gera
aðvart, ef ég verð einhvers var. Veiðin er stunduð í ágúst, fuglinn
er þá reyttur, borðaður nýr, saltaður og' reyktur. Fuglinn er veiddur
á þann hátt, að hann er rotaður með priki. Veiðin er nú lítii, miðað
við fyrri ár.
B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein. Drykkjuæði.
Töflur V, VI, VII, 1—4, VIII og X.
I. Kvnsjúkdómar (morbi venerei).
Töflur V, VI og VII, 1—3.
S júldingafjöldi 1929—1938:
1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938
Gonorrhoea . 431 519 400 372 482 576 665 632 597 648
Syphilis ... . 13 29 21 50 37 30 35 16 8 6
Ulcus vener. . 12 15 3 1 7 2 2 1 >> >>
Lekandi: Tala skráðra sjúklinga má lieita svipuð undanfarin
4 ár, en er að vísu hærri þau ár en áður, þó sennilega fyrst og fremst
fyrir nákvæmara framtal í Reykjavík.
Sárasótt: Á syphilis ber enn lítið og miklu minna 2 síðast-
liðin ár en áður tíðkaðist.
Linsæri: Síðastliðin 2 ár er þessa kvilla ekki getið, og mun
hann aidrei hafa náð því að verða landlægur.
Hér fer á eftir:
Skýrsla til landlæknis fyrir árið 1938
frá Hannesi Guðmundssyni, húð- og kvnsjúkdómalækni
í Reykjavík.
Gonorrhoea. Samtals Ieituðu til mín 431 sjúklingur með þenna
sjúkdóm á árinu, og eru það heldur fleiri en síðastliðið ár. Af þess-
um sjúklingum voru 11 börn á aldrinum 1—10 ára, 130 konur á
aldrinum 15—60 ára og' 290 karlar. Eftir aldursflokkum skiptust
sj úklingarnir þannig:
Aldur, ár 1—5 5—10 10—15 15—20 20—30 30—40 40—60 Yfir 60
Konur .......... 7 4 „ 29 78 20 3
Karlar.............. „ „ 38 206 40 6