Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Page 35
33
Fylgikvillar voru hlutfallslega svipaðir og síðastliðið ár, en þeir
voru þessir helztir: prostatitis acuta: 22 sjúklingar, epididymitis: 35
sjúklingar (þar af 5 sjúkl. heggja megin), salpingitis: 10 sjúklingar,
arthritis: 5 sjúklingar, gonorrhoiskar phlegmonur (aðrar): 6 sjúkl-
ingar. Á þessu ári hefi ég að sjálfsögðu notað allmikið hið nýja
þýzka lyf uliron, bæði handa ambulant sjúklingum og sjúklingum
á 6. deild Landsspitalans. Lyfið má áreiðanlega telja nýtt og allöflugt
vopn í hendi lækna gegn þessari veiki, þó að það sé alls ekki alltaf
einhlítt og hafi ekki svarað fullkomlega til þeirra miklu og glæsi-
iegu vona, sem menn gerðu sér um árangur þess i byrjun. Ennfrem-
ur vænli ég bráðlega að fá reynslubirgðir af enska lyfinu M & B 693,
sem að margra dómi á að taka þýzka lyfinu mikið fram, jat'nvel
þótt efnasamsetning beggja lyfjanna sé mjög svipuð.
Syphilis. Nýskráðir sjúklingar á árinu með þenna sjúkdóm voru
aðeins 4 að tölu. 2 sjúklingar með lues congenita tarda. Annar þeirra
hafði áður verið til meðferðar hjá mér. Þeir 2 sjúklingar, sem skráðir
eru með syphilis primaria, höfðu báðir smitazt í Englandi. Við þá
cftirgrennslan og þær rannsóknir, sem ég gerði í sambandi við þessa
2 sjúklinga, gat ég ekki fundið, að sýking hefði átt sér stað frá
þeim, eftir að jieir komu hingað til lands,
Læknar láta að öðru leyti þessa getið:
Hnfnnrfj. Syphilis sést ekki, en gonorrhoea ekki ótíður kvilli og
virðist fara í vöxt.
Ólnfsvíkur. 4 tilfelli í árslok, öll á Hellissandi.
Dnln. 2 tilfelli af lekanda, karl og kona, hann innan héraðs, hún
utan héraðs.
Flnteyrnr. 2 tilfelli af gonorrhoea. Hafði annar sjúklingurinn út-
vegað sér þetta á ísafirði, en hinn kom með það úr sildinni.
Miðfj. 1 maður skráður á árinu með gonorrhoea, óvíst um smit-
un að öðru leyti en því, að hann var smitaður utan héraðs, og náði
ég ekki til stúlkunnar.
Blönduós. Kynsjúkdóniar gera ekki enn vart við sig, þrátt fyrir
síldarsöltun og ferðamannastraum.
Snuðárkróks. 3 sjúklingar með lekanda hafa vitjað læknis. Senni-
lega er þó meira af þessum kvilla á slæðingi.
Ólnfsfj. 1 lilfelli af lekanda kom fyrir á árinu (2 skráð). Var það
á karimanni. Ekki tókst mér að komast að smitun, þar sem hlutað-
eigandi sjúklingur neitaði stöðugt, að smitun hefði átt sér stað.
Svnrfdæln. Furðulegt, að kynsjúkdóma verður hér sem ekkert vart,
svo nálægt sem þorpið er 2 stórum bæjum, mjög liðugar samgöngur
til þeirra, og margir sækja héðan atvinnu þangað, bæði karlar og
konur.
Reykdæln. Kynsjiíkdómar þekkjast ekki í héraðinu.
Hrónrstungu. Hefi ekki orðið var við kynsjúkdóma, síðan ég kom
í héraðið.
Seyðisfj. Ég varð aðeins var við 1 sjúkling með gonorrhoea, út-
lendan sjómann. Notaði ég í fyrsta sinn uliron, og' virtist það bera
góðan árangur.
Norðfj. 1 sjúklingur með gonorrhoea (2 skráðir), ungur vöru-
5