Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Síða 36
34
bjóður úr Reykjavík. 1 kona skráð í fyrsta sinn með syphilis. Hafði
hún farið til Reykjavíkur vegna hnémeins, sem reyndist vera af
luetiskum uppruna. Hafði hún eftir heimkomuna dvalið á afskekkt-
um sveitabæ með börnum sínum og stjúpsonum, án þess að á henni
hæri annað en eftirstöðvurn í hénu — slettiliður. Á þessu hausti fékk
hún svo gumma á mediala enda hægri claviculae, og kom opnun á
hnéð. Var hún lögð á sjúkrahúsið hér og liggur þar um áramót.
ReyÖarJJ. 1 kona með lekanda (ekki skráð), sennilega ekki nýr
sjúklingur.
BerufJ. Karlmaður, 22 ára, fékk gonorrhoea. Sýktist á Siglufirði.
Er þetta fyrsta tilfelli, síðan ég kom í héraðið.
Mýrdals. Maður hér í kauptúninu fékk lekanda af stúlku, sem
mun hafa smitazt í Reykjavík án þess að vita af. Voru bæði læknuð.
Vestmannaeyja. Sjúkdómurinn er einkum í aðkomufólki á vertíð
og' kernur með sjómönnuin á haustin og í vertíðarbyrjun. Ég reyndi
uliron við konu, sem hafði þráláta urethritis og endometritis, og'
batnaði henni alveg.
Eyrarbaklca. Sjúklingar alls 13, þar af 5 fangar á Litla-Hrauni.
Hitt eru innanhéraðssjúklingar, 3 karlar og 3 konur og 2 börn (telp-
ur 5—10 ára). 2 mannanna höfðu smitazt sinn af hvorri stúlknanna.
Hafði ég hendur í hári þeirra þegar í stað og' kom þeim til lækninga.
1 mannanna smitaðist af stúlku úr Revkjavík, sem dvaldi hér á
Eyrarbakka um tíma. Þegar inaðurinn kom til mín, var stúlkan farin
heim til sín. Ég sendi bæjarlækninum dulmálsskeyti henni við-
víkjandi, en um afdrif hennar hefi ég ekkert fengið að vita. Börnin
eru systur á sama bænum langt uppi í sveit. Gömul kona úr Reykja-
vík, sein ætlaði að vera þar í sumardvöl með dótturdóttur sína, kom
ineð smitið, og' litla stúlkan, sem með henni var, mun einnig hafa
verið veik. Þegar ég kom á heimilið, voru þessir góðu gestir farnir,
en ég gerði ráðstafanir til þess, að þær yrðu teknar til lækninga,
og sendi svo litlu systurnar á kynsjúkdómadeild Landsspítalans.
2. Berklaveiki (tuberculosis).
Töflur V, VI, VIII og X.
Sjúklingafjöldi 1929—1938:
1. Eftir mánaðarskrám:
1929 1930 1931 1932 1933 1931 1935 1936 1937 1938
Tb. pulm. . . 538 407 440 446 471 392 291 304 251 200
Tb. al. loc. . . 457 355 300 279 344 434 293 197 169 120
AIls . .. 995 762 740 725 815 826 584 501 420 320
Dánir .. . ... 214 232 206 220 173 165 149 157 155 106
2. Eftir berklaveikisbókum (sjúkl. , í árslok):
1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938
Tb. pulm. .. 640 685 585 611 869 917 1064 1028 998 967
Tb. al. loc. . . 349 387 299 401 684 714 764 674 526 511
Alls ... 989 1072 884 1012 1553 1631 1828 1702 1524 1478