Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Side 37
35
Berkladauðinn hefir nú mjög látið sér segjast og loks hrapað í
l>að sæti, sem hann á sér í nágrannalöndum þeim, þar sem vel þykir
horfa um berklamálin, þ. e. í 6. röð dánarmeina, neðan við lungna-
hólgudauðann, og' liefir vel skipazt á fáum árum, frá því er hann
var árum saman í efstu röð. Er berldadauðinn nú bæði tölulega og
hlutfallslega minni en hann hefir nokkurn tíma orðið, síðan farið
var að slcrá hann sérstaldega (1911), og sömuleiðis heilaberkladauð-
inn, er nemur nú aðeins 12,3% alls berldadauðans, og' sýnir það ef
til vill freinur en annað, að strjálast tekur um nýsmitun berkla-
veiki i landinu.
Berkladauðinn sundurliðast þannig' (tölur síðastliðins árs í svig'-
um): Úr hálsberklum dóu 0 (1), lungnaberklum 75 (112), berkla-
lari 4 (4), eitlatæringu 0 (0), beina- og' liðaberklum 4 (0), heila-
liimnuberklum 13 (28), berklum í kviðarholi 4 (3), berklum í þvag-
og getnaðarfærum 6 (6) og í öðrum líffærum 0 (1).
Skýrsla berklayfirlæknis 1938.
Á þessu ári var röntgenskoðað í Vestmannaeyjum 326 manns, af
þeim voru 32 með virka berklaveiki, og í Flateyrar- og Þingeyrar-
héraði 205, þar af 5 virkir. Báðar þeSsar skoðanir voru framkvæmd-
ar af Ós! tari Einarssyni. Enn fremur i Eyrarhákkahéraði 353, 35
virkir og 10 vafasamir, í Blönduóshéraði 97, 10 virkir,' í Borgarfjarðar-
héraði 167 (þar með taldir skölarnir í Beykholti og á Hvanneyri),
engir virkir, og í Borgarneshéraði 43, engir virkir, alls 1191, og voru
af þeim 83 (93) eða 7% (7,8%) með virka berklaveiki. Voru margir
hinna berklaveiku áður kunnir héraðslæknunum eða taldir grunsam-
ir af þeim. Alls staðar va'r fólkið valið til rannsóknanna (rannsökuð
aðeins berklasýkt svæði). Við rannsóknina í Þingeyrarhéraði biluðu
ferðaröntgentækin. Tók alllangan tíma að fá þau aftur í lag. I júlí-
mánuði var ákveðið að röntgenrannsaka fólk á Austfjörðum og fram-
kvæma rannsóknina um borð í Súðinni á sama hátt og árið 1936, en
svo slysalega vildi til, að tækin biluðu aftur á fyrstu Höfninni,
Hornafirði, og' varð því eigi úr röntgenrannsókn á Austfjörðum á
þessu ári. Tókst eigi að fá tækin í lag fyrr en seint um haustið, og
dró bilun þessi mjög úr röntgenrannsóknum á árinu. Eins og á
undanförnum árum var héraðslæknunum sent standardiserað tuber-
kúlín til berltlaprófs og þeir hvattir til að framkvæma sem víð-
tækast berklapróf í héruðum siuum. En berklabróf á börnum fram-
kvæmt frá ári til árs er mjög góður grundvöllur undir frekari berlcla-
rannsóknir (röntgenrannsóknir). Var slíkt berklapróf framkvæmt í
alls 43 héruðum, en sundurliðaðar skýrslur ná til 40 héraða og 13239
nianns. A árinu tóku til starfa 3 heilsuverndarstöðvar (á Akureyri,
Seyðisfirði og í Vestmannaeyjum). Voru stöðvar þessar hvattar til
að leggja áherzlu á berklavarnastarfsemi, þeim leiðbeint í þvi efni
og reynt að gera hana sem bezt úr garði. í þessu skyni var farið
til allra þessara stöðva, áður en þær tóku til starfa. Frá því 1935
hefir berklayfirlæknir ráðstafað berklasjúklingum á sjúkrahús og
heilsuhæli. í fjarveru hans annast heilsuverndarstöð Líknar í Reykja-