Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Qupperneq 38
36
vík þá starfsemi. Heilsuverndarstöð Akureyrar ráðstafar berkla-
sjúklingum til vistar á Kristneshæli og Akureyrarsjúkrahúsi.
Alls hafa verið rannsakaðir á landinu í berklavarnaskyni á vegum
berklayfirlæknis (þar með taldar heilsuverndarstöðvar) 6436 manns
á árinu. Þar af höfðu virka berklaveiki 437 (6,8%)-
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Skipaskaga. Af þeim 8 börnum, sem áður voru P -4-, en nú P +,
voru 6 af berldaheimilum, eða náin skyldmenni þeirra höfðu dáið
úr berklaveiki. Samkvæmt fyrirmælum berklayfirlæknis voru einnig
Pirquetprófuð yngri bcirn í kauptúninu, frá 1 til 6 ára (skólaskyldu)-
aldurs. Þau voru alls 223, og reyndust 9 þeirra P +, eða 4,0%.
Borgarfj. 2 sjúklingar, sem dvalið höfðu á Vífilsstöðum með
pneumothoraxmeðferð, voru sendir heiní og fengu pneumothorax hér.
Tæki útbúin á Vífilsstöðum.
Ólafsvikur. Berklasjúklingum fer nú mjög fækkandi í héraðinu.
Dala. Berklapróf gert á öllum skólabörnum eins og að undanförnu.
Regkhóla. I samráði við berltlayfirlækni og eftir heiðni hans ferð-
aðist héraðslæknirinn um nokkurn hluta héraðsins til þess að berkla-
prófa öll börn og unglinga á aldrinum 1—17 ára. Farið var yfir Geira-
dals- og Reykhólahreppa dagana 31. ágúst til 5. september og prófuð
öll börn á þessu svæði, 80 að tölu (28 í Geiradalshreppi og 52 i Reyk-
liólahreppi). Kom í Ijós, eins og reyndar var fyrirfram vitað, að
berklaveiki er lítið útbreidd á þessu svæði. Aðeins 1 barn (drengur
14 ára, að því er virðist frískur) var greinilega + (2 talin +). A
(i börnum var árangur óviss. Öll eru þessi börn sæmilega frísk. 3
þeirra fæddust og dvöldu fvrstu árin á bæ, þar sem kona dó úr tb.
pulm. fyrir nokkrum árum eftir ca. árs legu. Ekki vannst timi til
þess að gera sams konar próf í Gufudalssveit á árinu 1938, en þar
liefir einlcum borið á berklaveiki á síðari árum.
Flateyjar. Ber'ldaskoðun í Eyjum: Af 20 börnum og eldri, 3—21
árs, voru 19 -4-, en 1 + (15 ára stúlka af Barðaströnd). Við Pirquet-
próf á 48 skólabörnum reyndust 46 -4-, en 2 +, og' eru bæði siðast töldu
tilfellin ný, en bæði börnin eru aðkomin, en búsett hér í Flatey. Hefir
annað þeirra haft vafasama jákvæða reactio í mörg ár. Hitt hygg
ég, að hafi orðið fyrir smitun í fæðingarhéraði sínu (Hafnarfirði).
2 systkini þess eru bæði ~. Fyrra barnið hygg ég, að hafi smitazt
einnig í sínu fyrra héraði (Patreksfirði). Það hefir alltaf verið fram-
faralítið og kregðulegt þangað lil siðastliðið ár, en þá var það líka
orðið full-positivt.
Þingeyrar. Pirquetprófun skólabarna. Farskólarnir í Auð-
kúluhreppi í Arnarfirði: Af 22 nemendum reyndust 2 P -j-,
eða 9,1%: 11 ára telpa á prestsetrinu Rafnseyri. Hefir verið + 2
undanfarin ár. 10 ára drengur í Hokinsdal. Hefir eigi áður sótt skóla.
Faðirinn berklaveikur. Hefir dvalið á sjúkrahúsum hér og á Vífils-
stöðum. Var þungt haldinn, en nú við dágóða heilsu. Hefir dvalið
heima hjá sér undanfarin 2 sumur og unnið létta vinnu.
Barnaskólinn á Þingeyri: Af 68 nemendum reyndust 10
P +, eða 14,7%. Af nýiiðum skólans reyndust 3 +. Telpa 8 ára:
Hefir dvalið hér á sjúkrahúsinu vegna tb. primaria. Dóttir manns,