Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Side 41
39
Svarfaðardals- og Árskógshreppum. Sókn var góð, aðeins fá börn
vantaði, og ég' skoðaði sjálfur útkomuna.
Akureyrar. Eftir skýrslu DA ætti berklasjúklingum að hafa fjölgað
á árinu um 26, en þessu er þó í raun og veru ekki þannig farið, heldur
mun hitt vera ástæðan, að með komu berklavarnarstöðvarinnar næst
til að skrá miklu fleiri sjúklinga en annars mundi vera hægt, og svo
hafa einnig verið óvenju margir utanhéraðssjúklingar í heilsuhælinu
Kristnesi á árinu. Sjúklingar skiptast eftir kynferði þannig': Karlar
58, konur 90, börn 18, samtals 166. Eftir heilsufari skiptast sjúk-
lingarnir þannig: Frískir og að nokkru eða mestu leyti vinnufærir
51, veilir 92, rúmlægir 23. Eftir heimilisfangi skiptast sjúklingarnir
þannig niður: Akureyri 80, Glæsibæjarhreppur 11, Saurbæjarhrepp-
ur 7, Hrafnagilshreppur 4, Svalbarðsstrandarhreppur 2, Öngulstaða-
hreppur 3, Skriðuhreppur 4, Arnarneshreppur 2, Öxnadalshreppur 3,
Hálshreppur 2, úr öðrum héruðum 48. Berklaprófun hefir ekki verið
gerð á skólabörnum utan Akureyrarkaupstaðar fyrr en nú, og er því
ekki hægt að segja, hve mörg börn eru ný pósitív á árinu. Ég hefi
notað heftiplástursprófun í flest öllum tilfellum, en í einstaka tilfelli
Mantouxprófun. Kennararnir hafa lesið svörunina eftir minni fyrir-
sögn, og verð ég að treysta þvi, að sá aflestur sé nokkurn veginn
áreiðanlegur. í Saurbæjarhreppi eru áberandi mörg börn pósitív, enda
kemur það vel heim við það, sem búast mátti við, þar eð tiltölulega
nýlega hefir verið mikið af berklasjúklingum á þessuin slóðum, og
er þar jafnvel nokkuð enn þá. í Glerárþorpi eru einnig nokkuð mörg
börn pósitív, og gæti það ef til vill eitthvað stafað af því, að skóla-
stjórinn, sem var þar síðastliðið ár, var í lok skólaársins lagður inn
á Kristneshæli með opna lungnaberkla.
Höfðahverfis. Gert hefir verið berklapróf á öllum skólabörnum að
einu undanskildu, sem ganga í skóla hér á Grenivík, 33 að tölu, og
hefi ég furðað mig á því, að þau hafa öll verið -h.
Reykdæla. Berklapróf á skólabörnum leiddi i ljós, að það er hrein
undantekning, að þau séu smituð.
Öxarfj. 4 nýliðar, 2 börn með tb. gl. hili, þriðji, karlmaður 23 ára,
af berklaheimili, er eigi hafði þó sjáanlega skemmdir við gegnlýs-
ingu 1936. Gerist síðastliðið vor ákaflega anaemiskur, hitalaus. Sýklar
i hráka. Fer á hæli og deyr. Saga fjórða sjúklingsins er eftirtektar-
verð. 18 ára stiilka frá heilbrigðu heimili. Haustið 1937 réðst hún
í vist á heilbrigt heimili á Raufarhöfn, hafði umgengizt þar konu,
er reyndist hafa smitandi berkla og fór samstundis á hæli. Margt
er illt og erfitt í þessum strjálbýlu, hafnlausu útkjálkahéruðum, en
með því lakasta er að fá smitandi berklasjúklinga á vetrum, sem
oftast eru seint ferðafærir og sízt af öllu, að þeir þoli his langa leið
lil hafnar — þar óvissa um, hvort skip sé hægt að afgreiða vegna
látlauss brims — og síðan sjóvolk til sjúkrahúss. Árið 1934 voru
gerðar Pirquetrannsóknir á 77 börnum á Raufarhöfn (Sig. Sig.) og
voru 14 þeirra Nú í sumar voru rannsökuð á sama hátt 101 barn,
þar af nokkur utan þorpsins, og' voru 30 -|- (10 utanþorps, þar af
4 -j-). Þessum 30 pósitívu börnum má skipta þannig: 8 eru hin sömu