Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Side 42
40
og 1934 (hin 6 frá 1934 ýmist komin úr barnatölu eða burtflutt,
aðeins eitt gæti hafa verið skoðað nú). 9 höfðu flutzt inn í vor, öll
nema eitt af Langanesi, þar af 5 börn frá Skálum, í 2 f jölskyldum.
Öll þessi 9 börn hafa komið smituð. 3 voru með vissu ekki skoðuð
1934, en hafa nærri víst verið pósitív þá — öll utan þorps frá heimil-
um, sem voru sýkt 1934. 10 eru þá eftir, sem hafa getað smitazt
innan héraðs síðan 1934, og ég held, að hafi smitazt. Er auðrakin slóð
frá þekktum smitberum til 8 af þessum 10, en um 2 er óvissa. Meðal
þessara „þekktu smitbera“ er kona, sem var vandlega skoðuð 1934
og að dómi Sig. Sig'. og mínum var þá „dável hraust“ (sjá Heil-
brigðisskýrslur 1933, bls. 174). Kona þessi tók allt í einu að spú
bacillum veturinn eftir, fór þá á hæli og er þar enn — en hafði
áður smitað sín börn og' næstu, svo að sum þeirra veiktust og' voru
skráð.
Vopnnfj. Berklapróf var gert á öllum skólabörnum, sem skoðuð
voru, 76 að tölu, enn fremur á 24 börnum í kauptúninu innan skóla-
skyldualdurs, eða alls á 100 börnurn. Jákvætt próf sýndu 10, eða
rétt 10%. Öll höfðu þau börn sýnt jákvætt próf áður. Ekkert barn,
sem áður hafði sýnt neikvadt berklapróf, varð jákvætt nvi. Af þeim
10 börnum, sem sýndu jákvætt berklapróf, eru 8 börn berklaveikra
mæðra, en 2 eiga, eða hafa átt, berklaveik systkini. Þetta virðist
inér benda til þess, að útbreiðsla berklaveikinnar hér fari ininnk-
andi, og' virðist hún nú aðallega bundin við nokkur hreiður, þar
sem foreldrar eða systkini hafa verið berklaveilc, svo að kunnugt sé.
Hróarstungu. Lítið er um berklaveiki í héraðinu, eftir því sem
bezt verður séð.
Segðisfj. Tuberkúlínpositívuin börnum fer fækkandi. Þannig var
aðeins ca. 10% Moro + við skólaskoðun í skólanum síðastliðið haust
og 7% á Þórarinsstaðaeyrum. Aðsókn berklasjúklinga að sjúkra-
húsinu fer jafnt minnkandi, og tel ég það óræka sönnun þess, að
veikin sé í mikilli rénun hér eystra. Ekkert barn, sem var -4-, var
+ nú. Túberkúlínprófuð börn í skóla kaupstaðarins hafa aldrei verið
svo fá að hundraðstölu sem nú, eða um 10% Moro + í stað 18%
undanfarandi haust. Stafar það af því, að síðastliðið haust voru
bæði 7 og 8 ára börn í skólanum, en það hafði ekki verið áður. í
skólanum á Þórarinsstaðaeyrum reyndist 1 barn Moro + af 14.
Ekkert barn, sem áður var -4-, reyndist nú +.
Norðfj. Fremur lítið um berklaveiki í héraðinu. Ekki hefir það
enn komið í Ijós, að þessar miklu kvefsóttir, sem á árinu gengu,
liafi breytt miklu þar um.
Rcyðarfj. Þau ný tilfelli, er finnast, eru oftast í sömu fjölskyldum.
Er hér fjöldi gamalla berklasjúklinga, sein búið er að strika út af
berklaskrá eftir að hafa verið frískir og vinnufærir árum saman.
Af þeim 12 sjúklingum, sem á skrá eru, hafa 10 fótavist og eru
vinnufærir. Eru flestir útskrifaðir af sjúkrahúsum, en 2 eru rúin-
liggjandi og fara á hæli bráðlega. Er mikil bót að því, hve greitt
gengur að koma sjúklingunum í sjúkrahús nú orðið. Sjúklingar héð-
an fara einkum á Kristneshæli eða Seyðisfjarðarspítala. 1 héraðinu
eru orðnir margir sjúklingar, sem dvalið hafa á þessum sjúkra-