Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Page 47
sjúklingar verið undir stöðugu eftirliti augnlæknis, en engár sér-
stakar augnaðgerðir gerðar. Almennt heilsufar hefir verið gott á
árinu. Ég skal geta þess hér, að á árinu hefir fundizt 1 „nvr“ holds-
veikissjúklingur, þó að ég hafi ekki séð ástæðu lil að neyða
hann til þess að koma hingað á spítalann. Hann heitir Þorsteinn
.lónsson, 60 ára, búsettur við Hlíðarveg í Sogamýri við Reykjavík.
Var þessi sjúklingur útskrifaður héðan af spitalanum 20. júlí 1929
sem heilbrigður. Síðari hluta sumars fór hann að kenna augnveiki
og sneri sér til augnlæknis, sem brátt komst á snoðir um, að hann
væri gamall sjúldingur héðan og sendi mér hann til skoðunar.
Reyndist hann hafa hnútaútbrot á útlimum, einkum handleggjum,
svo að ekki gat leikið vafi á um tegund veikinnar. Hann býr með
konu sinni og tengdamóður fjörgamalli i húsi út af l'yrir sig. Þau
eru barnlaus. Þar sem hann býr hér í næsta nágrenni, getur komið
reglulega til skoðunar og hægt er að hafa fullkomið eftirlit með
honum, og eins vegna þess, að hann hefir ekki sár eða önnur sér-
staklega smithættuleg litbrot, að hann hefir fullkomna þekkingu á
sjúkdómi sínum og lofaði að gæta fyllstu varúðar í umgengni við
aðra og fylgja nákvæmlega settum reglum um lyfjanotkun, þá hefi
ég ekki séð ástæðu til að neyða hann til þess að koma hingað á
spítalann, enda honum það mjög nauðugt, og hefi ég ekki orðið var
við neina óvarkárni af hans hálfu. Notar hann Chaulmoograolíu
reglulega og kemur hingað öðru hverju til slcoðunar.
Læknar láta að öðru leyti þessa getið:
Ólafsfj. Sami sjúklingur og áður, virðist heilbrigður og er vinnufær.
5. Sullaveiki (echinococcosis).
Töflur V—VI.
S júklingafjöldi 1929—19.‘58:
192!) 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1930 1937 1938
Sjúkl........ 30 12 11 10 15 16 6 11 7 8
Dánir ....... 8 6 11 6 6 4 3 3 5 7
Tala sjúklinganna er hér greind samkvæmt mánaðarskrám. Á árs-
yfirliti yfir sullaveiki, sem borizt hefir úr öllum héruðum nema úr
Fljótsdals, er getið um 24 sullaveikissjúklinga, alla með lifrar- og
kviðsulli, nema 2 með lungnasulli og 1 með sull í beini. Langflest.
er þetta gamalt fólk með forna sulli.
Hér fer á eftir skrá yfir sullaveikissjúklinga þá, sem skýrt er frá
i ársyfirlitinu:
Rvík: 7 (2 karlar 47 og 50 ára; 5 konur 50, 53, 57, 65 og' 77 ára).
Borgarfj.: 2 (konur 79 og 84 ára).
Stykkishólms: 1 (karl 53 ára).
Flateyjar: 1 (kona 55 ára).
Flateyrar: 1 (kona 71 árs).
Hólmavíkur: 1 (karl 27 ára).
Miðfj.: 1 (kona 82 ára).
Blönduós.: 1 (karl, aldur ekki greindur).