Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Side 48
46
Sauðárkróks: 1 (karl, aldur ekki greindur).
Ólafsfj.: 1 (kona 50 ára).
Svarfdæla: 2 (karlar 67 og 70 ára).
Akureyrar: 1 (karl 63 ára).
Norðfj.: 1 (karl, aldur eklci greindur).
Síðu: 2 (konur 74 og 87 ára).
Eyrarbakka: 1 (lcarl 68 ára).
Á sjúkrahúsum er aðeins getið á árinu 8 sullaveikra sjúklinga.
Læknar láta þessa getið:
Borgarfi. Kona, 84 ára, með lifrarfistil eftir uppskurð fyrir 12 árum.
Ólafsvíkur. Settar voru reglur, er banna hundahald í Ólafsvík.
Dala. Hundahreinsun fór fram í öllum hreppum héraðsins eins
og að undanförnu.
Flategrar. 1 konu á áttræðisaldri rakst ég á með echinococcus
hepatis. En annars hefir ekki borið á sullasjúklingum hér í hér-
aðinu á seinui árum. Skurðaðgerð þótti ekki tiltækileg, og dó sjúk-
lingurinn í heimahúsum úr þessum kvilla fyrir áramótin.
Hóls. Hundahald nokkurt. Hundahreinsun fór fram. Vill verða mis-
brestur á því, að hundarnir séu sveltir, eins og fyrirskipað er, áður
en þeim er gefið inn ormaineðalið, sömuleiðis trassað að baða
hundana á eftir. Sérstakur kofi er notaður til þessa, sem hreppurinn á.
Ögur. Hundahreinsun fer fram einu sinni á ári, og vandlega er
jiess gætt, að hundar nái ekki í sulli í sláturtíðinni.
Hólmavíkur. Sullaveiki verður að heita má ekki vart í héraðinu.
1 sjúklingur skráður, en hefir verið sullaveikur í mörg ár. Annar
skorinn upp og lézt úr veikinni. Önnur tilfelli ekki í mörg ár.
Blönduós. Sullaveiki sá ég á þessu ári í fyrsta sinn í héraðinu. •
Var þar um að ræða miðaldra bónda fæddan og uppalinn í Fljóts-
dalshéraði. Hann hafði allstóran sull i vinstri lifrarhluta, og skar
ég' hann upp með ágætum árangri. Veikin virðist vera að hverfa hér
alveg þrátt fyrir mikla sauðfjárrækt, enda er þrifnaður víðast í
góðu lagi og hundahreinsanir ræktar af mestu samvizkusemi hjá
hreinsunarmanninum.
Sauðárkróks. 1 maður fékk ígerð í kalkaðan lifrarsull, sem ekki
hafði áður verið gert við. Sullurinn var opnaður og tæmdur. En
kraftar entust ekki til þess, að hann greri.
Svarfdæla. 2 nýir sullaveikissjúklingar uppgötvuðust, bændur,
innanhéraðsmenn.
Hróarstungu. Hundahreinsun fer fram reglulega í öllum hreppum.
Norðfj. Miðaldra karlmaður fékk einkenni nýs, vaxandi lifrar-
sulls, en hann hafði á unga aldri verið skorinn vegna annars. Hann
fór til Reykjavíkur og var skorinn þar. Albata nú.
Regðarfj. í kona, 65 ára, hefir kalkaða sulli í lifur, óþægindalaus.
Hundahreinsun fer fram tvisvar á ári í sveitahreppunum.
Berufj. Hundar hreinsaðir einu sinni á ári.
Egrarbakka. Hundahreinsun er alls staðar framkvæmd á jólaföst-
unni. Sérstakir kofar munu hvergi vera til í þessu skyni.