Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Qupperneq 49
47
6. Geitur (favus).
Töflur V—VI.
í mánaðarskýrslum er getið 7 sjviklinga í 3 héruðum (Hesteyrar,
Sauðárkróks og Alcureyrar). Röntgenlækninga á Landsspítalanum
leituðu 4 sjúklingar úr 3 héruðum (Hesteyrar, Norðfjarðar og
Keflavíkur).
Læknar láta þessa getið:
Hesteyrar. 5 tilfelli (aðeins 4 skráð), öll í Fljótum. Eru reyndar
gömul, en engin grein sést fyrir þeim gerð í ársskýrslum undanfarið.
4 tilfelli eru væg, en 1 -sjúklingurinn, kona 20—30 ára, þarfnast rót-
tækrar meðferðar (epilatio etc.). Mun fara til lækninga í Lands-
spítalann innan skamms.
Berufj. Geitur hefi ég' aldrei orðið var við í þessu héraði.
7. Kláði (scabies).
Töflur V. VI og VII, 4.
S júklingafjöldi 1929—1938:
1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938
Sjúkl........ 279 109 102 104 160 198 249 328 455 743
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. Kláði virðist aukast. Þegar fólkið kemur úr sveit eða
verstöðum, eru margir með kláða.
Borgarjj. Farinn að stinga sér niður allvíða. Kemur oftast með
kaupstaðarbörnum á sumrin.
Borgarnes. Kláði stingur sér alltaf niður öðru hverju.
Ólafsvíkur. Allmikið bar á kláða í héraðinu, er á haustið leið.
Dala. A mánaðarskrám hefi ég getið nokkurra sjúklinga. Að sjálf-
sögðu eru þó hér nokkur vanhöld á, en þess þó að vænta, að ástandið
fari batnandi.
Hólmavíkur. Kláði kemur upp í héraðinu á hverju ári, og nú í
vetur í 2 farskólum. En víðar er pottur brotinn. Af þeim fáu að-
komubörnum, sein send eru til dvalar í héraðið (t. d. frá Reykja-
vík), reynast tiltöiulega mörg með kláða.
Miðfj. Af kláða eru skráð nærri 40 tilfelli á árinu, og' er það óvenju-
lega mikið. Þar af eru á einum mánuði 19 tilfelli, svo að tala má um
faraldur. Samtímis sýktar 3—4 fjölskyldur á Hvammstanga. Höfðu
þær smitazt af sama heimili og dregið of lengi að fara til læknis,
því að fóllc fyrirverður sig sýnilega meira fyrir að fara með syona
sjúkdóm til læknis heldur en að ganga með hann. Ég vona, að tekizt
liafi að fullu að komast fyrir sjúkdóminn og útrýma honum í bili,
en það veldur miklum erfiðleikum í þessu efni, hve fólki hættir
við að leyna þessum sjúkdómi lengi.
Blönduós. Rarst inn í héraðið í ársbyrjun ineð manni norðan úr
Skagafirði, komst á einn farskólastaðinn og' dreifðist út um allan
þann hrepp og síðan víðar.
Sauðárkróks. Kláðafaraldur heíir gengið yfir héraðið til og frá.