Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 50
48
Hefi ég þó gert alvarlegar tilraunir til þess að komast fyrir' hann
nieð því að húsvitja á mörguin bæjum og biðja lyfsala að afhenda
ekki kláðalyf án minnar vitundar. Fólki hættir við því að gera til-
raunir upp á eigin hönd til að lækna jienna kvilla, en það varar sig
ekki nægilega á því, að fleiri geta hafa tekið hann en þeir, sem bera
jæss greinileg merki. Þannig hefir þessi kvilli haldizt við og út-
breiðzt, sérstaklega á dansleikjuni.
Ólafsff. Kláði er hér landlægur. Er hér talsvert um húðsjúkdóma
og allt yfiideitt kallað húðveiki, ofsakláði o. s. frv. Skólanum var
kennt um, svo að ég gerði allsherjar skólaskoðun þrisvar á skóla-
árinu. í febrúar fundust 9 börn með kláða, og voru þau tekin úr
skóla og læknuð. Voru þau flest frá kláðaheimilum. Einnig var
áburður sendur heim með börnunum og lagt svo fyrir, að nota skyldi
af öðru heimilisfólki, ef svipaður húðkvilli sæist. Síðan hefir sjúk-
dómurinn haldizt í skefjum, þótt einstaka tilfelli komi fyrir við
og við.
Höfðahverfis. 8 tilfelli úr Fjörðum,
Öxarff. Kláði var önnur aðalfarsótt ársins. Virðist hafa komið upp
i júlí á 4 heimilum frá Raufarhöfn inn í Axarfjörð. Það er sannað,
að mestallur þessi kláði er kominn úr Þistilfjarðarhéraði og lík-
lega allur.
Hróarstungu. Gaus upp á nokkrum bæjum í Úthéraði. Var talinn
vera kominn frá Borgarfirði, en Borgfirðingar töldu sig fengið hafa
frá Reykjavík.
Regðarff. Kláði vafalaust minni en áður. Hefi ekkert tilfelli séð
þetta ár.
Beruff. 8 sjúklingar eru skrásettir á árinu, en hafa vafalaust verið
mun fleiri, ef dæma má eftir því, hve margir báðu um að senda sér
kláðasmyrsl.
Hornaff. Kláði virðist útdauður hér.
Síðu. Mun hafa verið aðfluttur.
Mýrdals. Slæðist alltaf eitthvað af kláða í Út-Mýrdalnum og undir
Eyjafjöllum, og gengur illa að uppræta hann.
Egrarbakka. Er oftast talsvert á ferli, einkum í Gaulverjabæjar-
hreppi.
Grímsnes. Óvenju mörg tilfelli skrásett.
Keflavíkur. Kláði er nú aftur farinn að gera vart við sig. Borizt
með aðkomufólki.
8. Krabbamein (cancer).
Töflur V—VI.
8 júklingafjöldi 1929—1938:
1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938
Sjúkl......... 85 92 ()<) 71 103 87 73 82 68 73
Dánir ........ 145 106 120 133 125 141 147 140 156 141
Sjúkratölurnar eru hér greindar samkvæmt mánaðarskrám.
Á ársyfirliti yfir illkynja æxli, sem borizt hefir úr öllum héruðum
nema Fljótsdals, eru taldir 172 með krabbamein, er héraðslæknar