Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Síða 52
Blönduós. Krabbamein í maga fengu 2 hálfníræðar konur og dóu
úr því (eng'inn á mánaðarskrá).
Ólafsfj. Enginn sjúklingur skráður. Hefði líklega átt að skrá dreng,
4 ára, með tumor renis, sem ég áleit vera Wilms tumor. Sá ég dreng-
inn fju’st haustið 1937. Var hann þá nokkuð kviðmikill og kvartaði
um þrautir í kviðnum, en engin deyfa né tumor finnanlegur. Sá ég
svo ekki drenginn fyrr en að áliðnum vetri. Var þá tumor orðinn
það stór, að hann fyllti út svæði neðan lifrar að miðlínu, niður að
nafla á ská þaðan og niður undir crista iliaca hægra megin. Óx
hann loks svo, að hann fyllti út meira en helming kviðarholsins,
sem varð afarmikið um sig. Ýttust líffæri í brjóstholi mjög upp.
Drengurinn dó um mitt sumar.
Svarfdæla. 1 nýr sjúklingur.
Höfðahverfis. 1 sjúkling hefi ég sett á ársskýrslu með illkynja
æxli. Hefir hann stóran tumor í kviðarholi, sennilega út frá uterus
eða adnexa og mikla ascites.
Öxarfj. 4 sjúklingar taldir með illkynjuð æxli, þar af 3 skráðir á
árinu (2 á mánaðarskrá). Sá 4. er karlmaður 66 ára, er telst hafa
haft sarcoma s. I. 6 ár. Diagnosis er Landsspítalans, sem ég rengi
ekki, enda sendi manninn upphaflega vegna gruns um þetta. Hann
var síðast á Landsspítalanum nú í sumar 1938 og hefir aldrei verið
frískari en síðan.
Seyðisfj. Með ca. ventriculi er talinn 1 sjúklingur (enginn á mán-
aðarskrá).
Norðfj. 3 sjúklingar (2 á mánaðarskrá) — 1 karlmaður með ca.
ventriculi, og hafði hann farið til Reykjavíkur, en reyndist inopera-
bel við explorativ laparatomi, sem hann sjálfur hafði heimtað, og
dó heima síðar á árinu. Hinir 2 voru konur með ca. mammae, báðar
skornar í Landsspítalanum.
Reyðarfj. Krabbamein sést hér sjaldan. 2 sjúklingar á árinu, báðir
dánir (enginn á mánaðarskrá).
Fáskrúðsjj. 5 krabbameinssjúklingar voru skráðir á árinu. Kona,
63 ára, dó úr ca. intestini, og maður, 64 ára, dó úr ca. ventriculi.
Hornafj. 2 krabbameinssjúklingar dóu á árinu. Annar frá fyrra ári
með ca. prostatae. Hinn frá þessu ári, en láðzt að skrá hann, 88 ára
kona með scirrhus mammae. 2 sjúklingar nýir eru á skrá, 60 ára
kona með ulcus rodens nasi (röntgenlæknuð á Landsspítalanum),
og þingmaður okkar, 49 ára, með ca. ventriculi inoperabilis.
Síðu. Krabba varð ekki vart, og er það nýjung.
Mýrdals. Á dánarskýrslum eru talin 4 tilfelli. Þar af 1 sjúklingur
undan Eyjafjöllum, sem mér er ólcunnugt um. Af hinum 3 var 1
með ca. ventriculi, 1 með ca. mammae (áður skráður) og 1 með ca.
intestinalis, en sú sjúkdómsgreining þó óviss.
. Eyrarbakka. Skráðir voru í fyrsta sinn 6 sjúklingar (1 á mánaðar-
skrá). Þar af dóu 4 á árinu og' auk þeirra 2, sem skráðir voru í fyrra.
Af þeim, sem dóu, voru 4 með ca. ventriculi, 1 með ca. oesophagi og
1 méð sarcoma hepatis, Kona, 68 ára gömul, sem á síðastliðnu hausti
vár skorin upp við ca. uteri, bíður nú dauða síns. Önnur kona,
58 ára görnul, sem einnig var skorin á síðastliðnu hausti við ca.