Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Page 53
51
ventriculi, er nú vel frísk og fer dagbatnandi, svo að aðgerðin virðist
hafa heppnazt vel.
Grímsnes. 1 karlmaður skráður með ca. ventriculi. Var iangt leidd-
ur, þegar ég' sá hann, og dó nokkru síðar. Er ekki á mánaðarskrá.
9. Drykkjuæði (delirium tremens).
Töflur V—VI.
Sjúklingafjöldi 1929—1938:
1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938
Sjiikl...... 4 4 „ 2 „ 6 5 1 2
Á mánaðarskrám er einskis sjúklings getið.
Læknar láta þessa getið:
Vestmannaeyja. 1 maður veiktist á árinu. Hann hefir, þrátt fyrir
áframhaldandi drykkjuskap, ekki fengið kast aftur. Með öllu er
óverjandi, að eig'i skuli vera til drykkjumannahæli á landi hér. Það
kostaði um kr. 50.00 á dag að gæta sjúklingsins (karlmaður dag og
nótt), og þegar ég' leitaði eftir plássi handa sjúklingnum á Nýja
Kleppi, fékk ég' það svar, að pláss væri eigi fáanlegt, og jafnframt,
að um kr. 120.00 kostaði sóíarhringsgæzla á slíkum sjúklingi í
Reykjavík. Bágara ástand en þetta er vart hæg't að hugsa sér.
r
C. Ymsir sjúkdómar.
1. Algengustu kvillar.
Nokkrir læknar geta um algengustu kvilla, sem þeir fá til með-
ferðar, svo sem:
Hafnarfj. Gigt, magaveiki, tannskemmdir, blóðleysi og taugaveikl-
un eru algengir sjúkdómar.
Olafsvíkur. Algengustu sjúkdómar hér eru taugaveiklun, blóðskort-
ur, g'igt, tannskemmdir, meltingarkvillar, húðsjúkdómar, njálgur,
igerðir og smámeiðsli.
Dala. Algengustu kvillar: Tannskemmdir, alls konar gigt og tauga-
veiklun, húðsjúkdómar, meltingarkvillar, anaemia ex alimentatione
hjá börnum og heymæði hjá körlum, jafnvel unglingspiltum. Alltaf
er líka töluvert af smámeiðslum og ígerðum alls konar.
Ögnr. Mest ber á tannskemmdum, og láta fáir gera við tennur
sínar. Mikið ber á alls konar gigt, mest í gömlu fólki, en einnig ungu.
Miðfj. Langalgengustu kvillar, sem skráðir eru, eru farsóttir, en
l>ar naíst koma tannskemmdir, smáslys og svo tauga- og gigtsjúlcdómar.
Blönduós. Algengasti kvillinn, sem leitað er til læknis með, er hér
sem annars staðar á þessum tímum tannskemmd. Meltingarkvillar
Koma og alloft fyrir, og virðist mér hypachylia vera algengari en hið
gagnstæða. Hækkaður blóðþrýstingur kemur og alloft fyrir á rosknu
iólki með öllum þeim óþægindum, er honum fylgja, og ekki má
gleyma hinum trygglynda förunaut gamla fólksins, gigtinni.
Ölafsfj. Langflestir voru með tannsjúkdóma, 120 talsins, af 728